Innlent

Lögregla vaktar veginn við Keili

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vegurinn að Keili frá Reykjanesbraut um klukkan fjögur í dag.
Vegurinn að Keili frá Reykjanesbraut um klukkan fjögur í dag. Vísir/Egill

Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið.

Þá sagði Víðir að mjög blautt væri á svæðinu og fólk gæti lent í vandræðum, fest bíla sína, ef það færi út fyrir vegi og legði út í kant.

Bað Víðir alla um að slaka á, ekkert væri að sjá og engar hamfarir að gerast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.