Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst að sjálfsögðu áfram með skjálftahrinunni suður með sjó. Það er stöðugt óvissustig, ekki síst hjá fólkinu sem býr í nágrenninu, Grindavík, Vogum og öðrum bæjum á Suðurnesjum og sérfræðingar fylgjast grannt með.

Vangaveltur um eldgos hafa verið talsverðar og það setur hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni í uppnám. Við skoðum málið.

Fjallað verður um svarta skýrslu um myglu í Fossvogsskóla, en móðir er svo ósátt við að ekki eigi að bregðast við að hún hefur tekið ákvörðun um að senda dóttur sína ekki í skólann heldur kenna henni heima.

Við förum á Alþingi, heimsækjum Laugardalshöll þar sem fjöldi var bólusettur í dag og svo heyrum við - í beinni útsendingu - í vinum fjallagarpsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem týndist við klifur á K2 en í kvöld klukkan hálfátta ætla vinir og vandamenn hans að hittast við Vífilsstaðavatn í þeim tilgangi að biðja og eiga samverustund.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30,Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.