Fleiri fréttir

Of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól, en að tölur síðustu daga séu jákvæðar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða.

Fjórtán greindust með veiruna
Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir voru utan sóttkvíar við greiningu.

Dæmi um að einstaklingar undir tvítugu þurfi jólaaðstoð
Dæmi eru um að einstaklingar undir tvítugu þurfi að sækja sér jólaaðstoð hjálparsamtaka á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir komandi jól. Umsókum um aðstoð hefur fjölgað um þriðjung á milli ára.

Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag
Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands.

Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun
Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt.

Flúðu á Hverfisgötu undan myglu
Samtökin ’78 hafa flutt skrifstofu sína í húsnæði á Hverfisgötu 39 vegna myglu sem fannst í húsakynnum Samtakanna við Suðurgötu. Frá þessu greina samtökin á Facebook í dag.

Sagði 497 símtöl á 23 dögum tengjast „bílaviðskiptum“
Héraðsdómur Reykjavíkur taldi félagana Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis ekki eiga sér neinar málsbætur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem þeir voru dæmdir í fjögurra og tæplega sex ára fangelsi fyrir í dag. Matthías og Vygantas hringdust á 497 sinnum á 23 daga tímabili í vor en sá síðarnefndi sagði að símtölin hefðu tengst „bílaviðskiptum.“

Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu
Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað.

Tuttugu mínútna bið eftir bólusetninguna flækir málið
Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir flókið að skipuleggja bólusetningu við kórónuveirunni og horfa þurfi til ýmissa sviðsmynda. Eitt flækjustigið felist til dæmis í því að þeir sem eru bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott.

Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður.

Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi
Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höufðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Með hlaupabretti og upphífingarstöng í skólastofunni
Hreyfing gegnir veigamiklu hlutverki í almennu skólastarfi í Langholtsskóla þar sem nemendur geta tekið sér hvíld frá lærdómnum og notað æfingatæki sem hafa verið sett upp í skólastofunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu
Skipulag fjöldabólusetningar við kórónuveirunni í Reykjavík verður klárt fyrir jól. Kjördeildir í kosningum verða lagðar til grundvallar.

Ungir jafnaðarmenn segja orðræðu Sigríðar Andersen hættulega
Ungir jafnaðarmenn segja í yfirlýsingu að það sé fullkomlega óboðlegt að Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið gerð að formanni utanríkismálanefndar Alþingis eftir að hafa gerst brotleg í starfi.

Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík
Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina.

Sýknaður af brotum gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu
Landsréttur staðfesti sýknu karlmanns sem var ákærður fyrir að misnota dóttur fyrrverandi sambýliskonu sinnar kynferðislega þegar hún var níu til ellefu ára gömul í dag.

Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en heldur ökuréttindum fyrir mistök
Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir karlmanni fyrir manndráp af gáleysi í október 2018. Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli
Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Neyslan merki þess að aðgerðir stjórnvalda virki
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sér fram á bjartari tíma í efnahagsmálum hér á landi á komandi ári. Komur ferðamanna séu lykill að góðum árangri í þeim efnum.

Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.

Veikindi Víðis fara versnandi
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður.

Karl Steinar stýrir alþjóðasviði ríkislögreglustjóra
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra.

Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs
Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á.

Var að störfum á eigin landi þegar hann féll í gegnum vökina
Karlmaður sem lést eftir að hann féll í gegnum vök í gær var að störfum í mýrlendi á eigin landi í Flóanum austan við Selfoss, að sögn lögreglu. Ekki er ljóst hversu djúpt maðurinn sökk eða hver dánarorsök hans var.

Bein útsending: Jarðarför Salmans Tamimi
Jarðarför Salmans Tamimi, forstöðumanns Félags múslima á Íslandi, fer fram í dag klukkan 12:30. Vegna samkomutakmarkana geta fáir verið viðstaddir jarðarförina en henni verður streymt, meðal annars hér á Vísi.

Frumvarp um aukna álagningu á innfluttar landbúnaðarvörur nýtur mikils stuðnings
Frumvarp landbúnaðarráðherra um tímabunda hækkun á álögum ríkisins á innfluttar landbúnaðarvörur virðist njóta stuðnings mikils meirihluta þingmanna. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar lýstu sig einir andsnúna frumvarpinu við fyrstu umræðu um það í gær.

„Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ánægjulegt að allir þeir tólf sem greindust með veiruna innanlands í gær hafi verið í sóttkví.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví og við ræðum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í hádegisfréttum okkar um þróun faraldursins.

Tólf greindust innanlands og allir í sóttkví
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví.

Vormisserisumsóknir 60 prósent fleiri en í fyrra
Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári.

Studdust við staðsetningarforrit og leituðu án leyfis í herbergi hælisleitenda
Tekist verður á um það í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur hversu háa fjárhæð tveir hælisleitendur fá í skaðabætur frá ríkinu vegna fjölmennrar leitar lögreglu að síma sem grunur var um að stolið hefði verið af barni í Reykjanesbæ.

Búið að opna Súðavíkurhlíð og Holtavörðuheiði
Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð eftir að hún varð ófær seint í gærkvöldi vegna snjóflóðs. Þó er enn óvissustig á veginum vegna snjóflóðahættu.

Meira en helmingur Covid-sjúklinga fann fyrir truflun á bragðskyni
Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum.

Þakplötur fuku af húsi í Mosfellsbæ
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi í Mosfellsbæ í hvassviðrinu skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi.

Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“
Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs
Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur.

Lést af slysförum í Árnessýslu
Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Heitara vatn í pípunum og fólk gæti því varúðar
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst nú stöðugt með kólnandi veðri. Búist er við að álagsmet verði slegið á laugardag. Brugðist hefur verið við auknu álagi með því að hækka hitastig á vatninu og er fólk því hvatt til að gæta varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn
Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld.

25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal
Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur.

Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum
Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi.

Fór niður um vök í grennd við Selfoss
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bólusetningar við kórónuveirunni geta hafist í fyrstu vikum næsta árs og hjarðónæmi myndist fljótt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.