Fleiri fréttir

Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu

Krabbameinsfélag Árnessýslu, sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári hefur ákveðið að byrja með núna í október með fræðslu til maka þeirra, sem er í krabbameinsferð því það hefur sýnt sig í nýrri rannsókn að makarnir upplifa sig út undan í ferlinu.

Fann vel fyrir skjálftanum á Húsa­vík

Skjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir Húsavík rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Upptök hans voru um 2,3 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúi á Húsavík segir skjálftann hafa fundist vel í bænum.

Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri

Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum.

Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni

Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni.

Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið

Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar klukkan 18:30 segjum við frá því að á einum mánuði hafa ríflega sautján hundruð manns smitast af kórónuveirunni hér á landi. 

Handtekinn á Austurvelli grunaður um vopnað rán

Sérsveit handtók mann á Austurvelli í dag sem hafði framið vopnað rán í verslun í austurborginni. Myndbandi af handtökunni hefur verið deilt á samfélagsmiðlum og vakið nokkra athygli.

„Þurfum að fá smitstuðulinn undir einn“

Sóttvarnalæknir segir að að þó smitstuðull hafi lækkað þurfi hann að lækka frekar svo hægt verði að slaka á sóttvarnaraðerðum.  Prófessor  í líftölfræði ítrekar mikilvægi þess að fólk fari að ítrustu sóttvarnarreglum svo þessi stuðull lækki á næstunni.

„Við getum útrýmt veirustofni“

Það er ekkert því til fyrirstöðu að útrýma þeim stofni kórónuveirunnar sem nú er við að etja á Íslandi að mati yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna.

Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu

Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 

„Búið að hafna mér milljón sinnum“

Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili.

„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi?

Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.