Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Farið verður yfir stöðuna í baráttunni við kórónuveiruna sem kostað hefur enn eitt mannslíf hér á landi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnalæknir segir engar ástæður til að slaka á aðgerðum enda sé kórónuveiran enn í mikilli útbreiðslu í landinu. 

Við heyrum í konu sem er í hjólastól vegna MS-sjúkdómsins og dvaldi í einangrun á bráðadeild í sjö mánuði meira og minna vegna þess að ekki tekst að finna fyrir hana húsnæði. 

Þá eru forsvarsmenn Icelandair bjartsýnir á að Max-flugvélar félagsins fari í loftið í febrúarmánuði. Við skoðum einnig einstakan ferhyrndan hrút en hausinn af honum endar upp á vegg að ævi hans lokinni. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×