Fleiri fréttir

99 ný smit

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi.

Samkomubann verður til 4. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi verði aflétt mánudaginn 4. maí.

Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore

Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google.

Faraldurinn raskar veðurathugunum í háloftunum

Lömun flugsamgangna í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur fækkað veðurathugunum í háloftunum verulega á undanförnum vikum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin lýsir áhyggjum af áhrifunum á veðurspár og loftslagsrannsóknir.

„Ævintýralegur hraði“ í þróun bóluefnis

Kári Stefánsson er vongóður um að gott bóluefni verði komið fram fyrir lok þessa árs. Nú þegar sé eitt bóluefni komið í klínískar prófanir sem sé ótrúlegt í ljósi þess að veiran kom fyrst fram fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan.

Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum

Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum.

Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu

Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt

Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu

Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra

Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar.

Ferðaþjónustan æf út í ASÍ

Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja.

Leggur til framlengingu samkomubanns út apríl

Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verði framlengdar út apríl.

Íslendingar líkast til enn staddir í 93 löndum

Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins.

Fjöldi smitaðra kominn yfir 1.200

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.220 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 85 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Sjá næstu 50 fréttir