Fleiri fréttir

For­stöðu­maður Zu­ism orðinn þreyttur á stríði við yfir­völd

"Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism.

Vill hægja á umferð fyrir umhverfið

Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða.

Þrýstingur heitavatnsins að komast í eðlilegt horf

Lítill þrýstingur var á heitavatnskerfi Kórahverfis í gær og í nótt. Íbúar hverfisins ræddu það á Facebook-síðu hverfisins og virðist sem að einhverjir hafi verið alfarið án heits vatns.

Skjálfti að stærð 3,5 mældist við Fagradalsfjall

Nokkrir smærri skjálftar mældust í aðdraganda hans og hafa fylgt honum en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi

Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag.

Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir

Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö segjum við frá vinnu við að koma aftur á rafmagni á þeim stöðum sem misstu það í veðurhamnum fyrr í vikunni, en búist er við að það verk klárist í kvöld og þá verði allir komnir með rafmagn sem misstu það.

Hafði á sér eina milljón króna í reiðu­­fé

Mikið var um umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt og er það sem helst ber á í dagbók lögreglu. Hátt á annan tug ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og þó nokkrir voru teknir af lögreglu réttindalausir.

Kærir gæslu­varð­halds­úr­skurð vegna and­látsins í Úlf­árs­ár­dal

Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss

Gott að huga að vatns­lögnum fyrir komandi frost­gadd

Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga. Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni.

Flutti til Íslands eftir harmleik í Noregi

Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá við Fossgil laust eftir hádegi í dag sé Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hundruð manna hafa leitað Leifs Magnúss síðan hann féll í ána á miðvikudagskvöld.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá í dag sé hinn sextán ára gamli Leif Magnus Grétarsson Thisland sem féll í ána á miðvikudag. Rætt verður við björgunarsveitarmann um leitina í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við föður sem varð innlyksa á bóndabæ sínum í Svarfaðardal. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Fundu lík í Núpá

Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld.

Sjá næstu 50 fréttir