Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö segjum við frá vinnu við að koma aftur á rafmagni á þeim stöðum sem misstu það í veðurhamnum fyrr í vikunni, en búist er við að það verk klárist í kvöld og þá verði allir komnir með rafmagn sem misstu það.

Við segjum frá áætluðum kostnaði Landsnets vegna óveðursins, sem nemur 3-400 milljónum króna. Við tölum við fulltrúa Landverndar sem segir að yfirvöld og orkufyrirtækin hafi brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skelli sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni.

Við fylgjumst með sigurför Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands til svæða sem Verkamannaflokkurinn sækir venjulega fylgi til en þar sem fólk kaus nú Íhaldsflokkinn í hrönnum.

Þá segjum við frá gullæði á Grænlandi, þar sem Íslendingar koma við sögu, heimsækjum tannlæknafjölskyldu á Selfossi og förum í Bláfjöll þar sem var opnað fyrir skíðaunnendur í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.