Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá í dag sé hinn sextán ára gamli Leif Magnus Grétarsson Thisland sem féll í ána á miðvikudag.

Rætt verður við björgunarsveitarmann um leitina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við föður sem varð innlyksa á bóndabæ sínum í Svarfaðardal í rafmagnsleysi í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölskyldan hafði komið sér fyrir í einu herbergi með kertaljós þegar björgunarsveitarmenn vitjuðu þeirra. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Akureyri en ráðherrar fóru norður í dag til að skoða aðstæður eftir ofsaveðrið.

Íhaldsflokkurinn vann yfirburðasigur í þingkosningum í Bretlandi í gær og rýnt verður í úrslitin í fréttatímanum. Þá verður rætt við forstjóra Torgs útgáfufélags um kaupin á útgáfufélagi DV og fjallað nánar um gullgröft Íslendinga á Grænlandi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.