Fleiri fréttir

Fjölga fyrsta árs nemum við læknadeild

Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu.

Bæta megi meðferð mála gegn lögreglu

Héraðssaksóknari og formaður nefndar um eftirlit með lögreglu telja vankanta á eftirliti með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Óheppilegt að sami aðili rannsaki bæði brot gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglu.

Sjálfbærni rædd á Nýsköpunarþingi

Rætt verður um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni á Nýsköpunarþingi 2019 í dag en jafnframt verða Nýsköpunarverðlaun Íslands veitt.

Alþingi ræðir sölu bankanna

Sérstök umræða verður á þingfundi í dag um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum.

Vonar að tilraunameðferð hjálpi Ægi að geta áfram gengið

Móðir drengs með vöðvarýrnursjúkdóm bindur vonir við að hann geti áfram gengið og mögulega bætt sig með tilraunameðferð sem hann mun gangast undir í Svíþjóð á næsta ári. Móðirin segir þau fara á eigin vegum til Svíþjóðar þar sem hún hefur heyrt að betur sé hugað að fjölskyldum langveikra barna en hér heima.

Í stríði við orðið hinsegin

Heimildaþættirnir Svona Fólk, þættir um mannréttinda baráttu samkynhneigðra á Íslandi hafa verið sýndir á Ríkisútvarpinu í haust. Leikstjóri þáttanna, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, hefur unnið að gerð þáttanna frá árinu 1992. Hrafnhildur var ásamt Ásu Ninnu Pétursdóttur, blaðamanni á Vísi, gestur Heimis Más Péturssonar í seinni hluta þjóðmálaþáttarins Víglínunnar á Stöð 2 í dag.

Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu

Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu.

Kanna viðhorf Íslendinga til misskiptingar

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö rifflar í ætt við árásarrifla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum.

„Þetta er ekki vopnahlé“

Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja.

Þakklátur og stefnir á þing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hann segist gera fastlega ráð fyrir að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum.

Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina

Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar.

Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt

Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi.

Allir jafnir á Neyðarmóttökunni

"Það er leitt að fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegu ofbeldi getur hræðst það að hringja á lögregluna,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á Neyðarmóttökunni, um einn viðkvæmasta hóp þolenda kynferðisofbeldis.

Sjá næstu 50 fréttir