Kanna viðhorf Íslendinga til misskiptingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 19:30 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands segir afar mikilvægt að kanna reglulega lífsviðhorf landans, Það nýtist m.a. stjórnvöldum við stefnumótun. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir.
Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira