Innlent

VG vill ganga lengra en kolefnishlutleysi 2040

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá landsfundinum um helgina.
Frá landsfundinum um helgina. Fréttablaðið/Valli
Landsfundi Vinstri grænna lauk í gær en á fundinum var Katrín Jakobsdóttir endurkjörin formaður flokksins án mótframboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var sjálfkjörinn í sæti varaformanns. Þá var Ingibjörg Þórðardóttir kjörin nýr ritari flokksins og Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri.

Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á lokadegi fundarins. Þannig segir meðal annars í ályktun um heilbrigðismál að greiðsluþátttaka sjúklinga eigi að afnema í grunnþjónustu og að mönnun kerfisins þurfi að vera fullnægjandi.

Þá var samþykkt ályktun um loftslagsmál þar sem kallað er eftir því að gengið verði lengra en að ná kolefnishlutleysi árið 2040.

Einnig var samþykkt ályktun gegn vígvæðingu á norðurslóðum og hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þar er lýst eindreginni andstöðu gegn frekari uppbyggingu Bandaríkjahers. Andstaðan við aðild að NATO er ítrekuð og aðrir flokkar hvattir til að taka upp þá stefnu.

Fundurinn lagði einnig til að frumvarp um 16 ára kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum yrði samþykkt og að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að sama aldursviðmið gildi við alþingiskosningar.




Tengdar fréttir

Þakklátur og stefnir á þing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hann segist gera fastlega ráð fyrir að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×