Fleiri fréttir

Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.

Vatnsrennsli og rafleiðni aukist lítillega

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ástæðan fyrir því að hlaupið sé jafn lítið og raun ber vitni í ár sé sú að mikið hlaup kom úr báðum Skaftárkötlum í ágúst í fyrra.

Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður

Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti

Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.

Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar

Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara.

Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn

Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið.

Segja ærandi þögn frá menntamálaráðuneyti

Menningarmálaráðuneytið hefur enn ekki svarað erindi Samtaka iðnaðarins frá því í ágúst í fyrra um kaup Ríkisútvarpsins á efni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum.

Fagna af­dráttar­lausri yfir­lýsingu um að frá­sögnum þeirra allra sé trúað

„Það er okkur öllum afskaplega mikilvægt að fá þessa afdráttarlausu niðurstöðu kirkjunnar að sögu okkar sé trúað. Það finnst mér vera það allra mikilvægasta í þessari yfirlýsingu,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, ein kvennanna fimm sem kærðu áreitni séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.