Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2019 06:45 Kjarasamningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Mjög hægur gangur hefur verið í viðræðunum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
„Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira