Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis. Jafnréttismál MeToo Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira