Fleiri fréttir

Stafræn biðskýli að spretta upp

Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni.

Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum

Um helgina lauk alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Rómafólks, eða sígauna, sem haldin var í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar, Sofiya Zahova, segir Rómafólk hálfgert huldufólk á Íslandi.

Stefna á að finna nýja jörð

Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni.

Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi

Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars

Málsvari blindra og sjónskertra í 80 ár

Í dag 19. ágúst eru 80 ár liðin frá stofnun Blindrafélagsins. Af því tilefni býður félagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica að Suðurlandsbraut í Reykjavík klukkan 16 í dag. Félagið á enn ríkt erindi, segir formaðurinn.

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki

Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað.

Leiðtogar koma til landsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands.

Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land

Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda.

„Hingað og ekki lengra“

Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.