Fleiri fréttir

Hæg austlæg átt og væta öðru hverju

Í dag mun á landinu ríkja hæg austlæg átt með dálítilli vætu öðru hverju, síðdegis má þó búast við skúradembum á hálendinu. Þá verður hiti á bilinu 12-18 stig í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Hundraðasta blóðgjöf Bjarna

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og áður hjá Siðmennt, gaf blóð í hundraðasta skiptið í gær.

Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku

Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu.

Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi

Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga.

Framlengja á ferðabann um Gróttu

Ferðabann um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnesi sem staðið hefur yfir frá 1. maí verður líkast til framlengt en Umhverfisstofnun hefur gert úttekt á svæðinu og telur áframhaldandi lokun mikilvæga,

Íslenskur ferðamaður sagður hafa látist á Indlandi

Indverskur fjölmiðill greinir frá því að íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hafi fundist látinn á gistiheimili á Indlandi í gær. Samkvæmt frétt miðilsins var maðurinn ferðamaður á Indlandi.

Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka

Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær.

Bæta þurfi skilyrði til barneigna

Lengja þarf fæðingarorlof, hækka hámarksgreiðslur og lækka leikskólaaldur vilji yfirvöld hækka fæðingartíðni á Íslandi. Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki á Íslandi en telst þó með hærra móti miðað við önnur ríki í Evrópu.

MDE dæmir Exeter-mál á þriðjudaginn

Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu á þriðjudag, 17. júlí. Styrmir, sem er fyrrverandi forstjóri MP banka, var árið 2013 dæmdur af Hæstarétti Íslands til eins árs fangelsis í hinu svokallaða Exeter-máli. Styrmir kvartaði til Mannréttindadómstólsins sem tók málið til meðferðar vorið 2016.

Efast um tölurnar í dómnum

Bróðir fatlaðs manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi forstöðumanns hjá Ísafjarðarbæ dregur í efa að upplýsingarnar sem koma fram í dómi héraðsdóms yfir forstöðumanninum séu réttar.

Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu.

Ummælin til marks um slæma samvisku

Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið.

Komu innlyksa gönguhópi yfir Hrunaá

Fólkið kom vitlaust niður að ánni og var innlyksa við klettanef þar eftir að kona úr hópnum slasaði sig á fæti. Meiðsl hennar reyndust minni en talið var í fyrstu.

Sjá næstu 50 fréttir