Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Utanríkisráðherra fagnar niðurstöðu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkti ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Fastafulltrúi Filippseyja fór ófögrum orðum um þjóðirnar sem greiddu atkvæði með tillögunni í ráðinu; það myndi hafa afleiðingar í för með sér.

Rætt verður við utanríkisráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta of lágt hlutfall en það skýrist af litlu vinnuframboði og einsleitum starfsmannahópi. Hún telur að ástandið gæti skánað með haustinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við lítum einnig á undirbúning framkvæmda við hús íslenskunnar sem nú er loksins hafinn en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Auk þess verður rætt við japanska konu var synjað um áframhaldandi dvalarleyfi eftir að hafa búið hér á landi í fjögur ár og skipuleggjendur menningargöngu sem fer fram á sex tungumálum í Reykjavíkurborg í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×