Fleiri fréttir

Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi

Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis.

Hæg austlæg átt og væta öðru hverju

Í dag mun á landinu ríkja hæg austlæg átt með dálítilli vætu öðru hverju, síðdegis má þó búast við skúradembum á hálendinu. Þá verður hiti á bilinu 12-18 stig í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Hundraðasta blóðgjöf Bjarna

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og áður hjá Siðmennt, gaf blóð í hundraðasta skiptið í gær.

Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku

Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu.

Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi

Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga.

Framlengja á ferðabann um Gróttu

Ferðabann um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnesi sem staðið hefur yfir frá 1. maí verður líkast til framlengt en Umhverfisstofnun hefur gert úttekt á svæðinu og telur áframhaldandi lokun mikilvæga,

Íslenskur ferðamaður sagður hafa látist á Indlandi

Indverskur fjölmiðill greinir frá því að íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hafi fundist látinn á gistiheimili á Indlandi í gær. Samkvæmt frétt miðilsins var maðurinn ferðamaður á Indlandi.

Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka

Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær.

Bæta þurfi skilyrði til barneigna

Lengja þarf fæðingarorlof, hækka hámarksgreiðslur og lækka leikskólaaldur vilji yfirvöld hækka fæðingartíðni á Íslandi. Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki á Íslandi en telst þó með hærra móti miðað við önnur ríki í Evrópu.

MDE dæmir Exeter-mál á þriðjudaginn

Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu á þriðjudag, 17. júlí. Styrmir, sem er fyrrverandi forstjóri MP banka, var árið 2013 dæmdur af Hæstarétti Íslands til eins árs fangelsis í hinu svokallaða Exeter-máli. Styrmir kvartaði til Mannréttindadómstólsins sem tók málið til meðferðar vorið 2016.

Sjá næstu 50 fréttir