Fleiri fréttir

Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér

Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjöl­skyldum ný tíma­skil­yrði reglu­gerðar um út­lendinga sem Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir Reyk­fjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstu­dag. Lög­maður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar.

Verði ákærðir fyrir þjófnað úr verslun Bauhaus

Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í tilkynningu vegna þjófnaðarmáls sem Fréttablaðið sagði frá að verslunin hafi í vor leitað til lögreglu vegna gruns um að tilteknir menn stunduðu þjófnað úr versluninni.

Kæra skipulag í Elliðaárdal

Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa ítrekað andstöðu sína við breytt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdal sem meirihluti borgarráðs samþykkti í síðustu viku.

Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“

Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar.

245 hjólum stolið það sem af er ári

Umræða um hjólaþjófnað hefur færst í aukana hér á landi og telur Hörður Guðmundsson, hjólari og hugbúnaðarsérfræðingur, nauðsynlegt að koma upp gagnabanka og útbúa smáforrit með raðnúmerum hjóla til að auðvelt sé að koma þeim aftur til eigenda. Lögreglan segir mikilvægt að þjófnaðurinn sé tilkynntur strax.

Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni

Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðunum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst.

Óvenju fáir geitungar í ár

Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.

Bombardier hættir smíði farþegavéla

Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur.

Olga Steinunn er látin

Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013.

Búið að opna alla vegi á hálendinu

Allir vegir á hálendi Íslands teljast nú færir, samkvæmt nýjasta hálendiskorti Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun. Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, norðan Vatnajökuls, voru síðastar til að opnast í ár.

Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð

Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum.

Hjól þurfa að vera læst

Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum.

Miklu stolið úr Bauhaus

Grunur leikur á að miklu af vörum hafi verið stolið úr byggingavöruversluninni Bauhaus í Grafarholti

Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni

Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi.

Fanney Eiríksdóttir látin

Fanney Eiríksdóttir lést í nótt á líknardeild Landspítalans eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir

Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum.

Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn

Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór.

Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl

Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur.

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir