Innlent

Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur sett nýja reglugerð.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur sett nýja reglugerð. Fréttablaðið/Ernir
Alls uppfylla sex börn í þremur fjöl­skyldum ný tíma­skil­yrði reglu­gerðar um út­lendinga sem Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir Reyk­fjörð breytti síðasta föstu­dag. Þetta kemur fram í svari Út­lendinga­stofnunar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Þar segir að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjöl­skyldum upp­fylli tíma­skil­yrði breyttrar reglu­gerðar, eða muni gera það á næstu dögum.

Þá kemur einnig fram í svari Út­lendinga­stofnunar að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi alls 15 börnum verið synjað um efnis­lega með­ferð hjá stofnuninni á grund­velli þess að þau hafi verið komin með vernd í öðru landi. Af þessum fimm­tán börnum upp­fylla tvö tíma­skil­yrði reglu­gerðarinnar. Þau eru talin með hér að ofan.

Segir svo að fjórum af þeim fimm­tán börnum sem um ræðir hafi verið veitt vernd hér á landi á síðari stigum máls­með­ferðar um­sókna þeirra um vernd. Eftir standa þá níu börn sem ekki virðast falla undir reglugerðina í dag. Þau gætu þó gert það síðar, miðað við hversu lengi þau hafa verið hér á landi og hversu langt er frá því að þau sóttu um vernd. Bæði er hér um að ræða mál barna sem eru til um­fjöllunar hjá Út­lendinga­stofnun og kæru­nefnd út­lendinga­mála.

Dóms­mála­ráð­herra breytti á föstudaginn reglu­gerð um út­lendinga sem veitir nú Út­lendinga­stofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnis­legrar með­ferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að um­sókn þeirra barst ís­lenskum stjórn­völdum. Eða ef mál þeirra hefur tafist í með­ferð og það er ekki á þeirra eigin á­byrgð.

Í síðustu viku var ítar­lega fjallað um mál tveggja af­ganskra fjöl­skyldna sem átti að vísa úr landi. Það er Sarwary-feðganna og Safari-fjöl­skyldunnar. Báðum fjöl­skyldum var af stofnuninni synjað um að mál þeirra yrði tekið til efnis­legrar með­ferðar um vernd, vegna þess að þau höfðu hlotið vernd í Grikk­landi. Því átti að vísa þeim úr landi til Grikk­lands.

Greint var frá því síðasta föstu­dag að mál Sarwary-feðganna falli strax undir breytta reglu­gerð, en feðgarnir sóttu um vernd hér á landi þann 2. ágúst í fyrra og hafa því verið hér á landi í ellefu mánuði.

Safari-fjöl­skyldan sótti upp­runa­lega um vernd hér á landi þann 11. septem­ber í fyrra. Þau munu næsta mið­viku­dag hafa dvalið hér í tíu mánuði og falla þá undir breytt tíma­skil­yrði reglu­gerðarinnar.

Magnús D. Norð­dahl, lög­maður beggja fjöl­skyldna, sendi Út­lendinga­stofnun í dag kröfur fyrir hönd beggja fjöl­skyldna þar sem þess er krafist, í sam­ræmi við breytt skil­yrði sem sett voru fram í reglu­gerðinni, að mál þeirra verði tekin til efnis­legrar með­ferðar. Þar segir að nú upp­fylli fjöl­skyldurnar öll þau skil­yrði sem til þurfi.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Út­lendinga­stofnun var meðal­­tími efnis­með­ferðar á öðrum árs­fjórðungi þessa árs 230 dagar, eða um sjö mánuðir. Fái fólk vernd fær það dvalar­leyfi sem gildir í fjögur ár. Að því loknu þarf að endur­nýja leyfið en séu skil­yrði til verndar enn til staðar er það endur­nýjað. Fólk þarf ekki að fara í gegnum sama ferli aftur. Að þessum fjórum árum liðnum getur fólk svo átt rétt á ­ótíma­bundnu dvalar­leyfi.

Sam­kvæmt þessu gæti það því legið fyrir snemma á næsta ári hvort af­ganska fjöl­skyldan fær vernd hér á landi.Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/StefánFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.