Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja nú eftir með sárt ennið, en fjölskyldurnar segjast hafa verið sviknar um húsnæði. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar.

Árekstur vestan við Hvolsvöll

Árekstur varð vestan við Hvolsvöll seinni partinn í dag, þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn. Veginum við Sólheima hefur af þeim sökum verið lokað.

Tilkynning um skotárás í Vík í nótt reyndist gabb

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfesti að tilkynning hafi borist en fljótlega hafi vaknað grunur um að tilkynningin ætti ekki við rök að styðjast.

Taka höndum saman með Færeyingum við verndun tungumálsins

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni.

Makríllinn formlega kvótasettur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls.

Segir sveitarfélög þurfa að taka skýrt frumkvæði í þjónustu við fatlað fólk

Félags- og barnamálaráðherra segir að ný lög um þjónustu við fatlað fólk kalli á breytta hugsun hjá sveitarfélögum og þau þurfi að taka skýrara frumkvæði í þjónustunni. Hann segir úttekt á þjónustu við fatlað fólk í Hveragerði, sem fékk falleinkunn hjá formanni Öryrkjabandalaginu, hafa verið góða áminningu.

Fagna hundrað árum í verslun Haraldar

Þess verður minnst á morgun á Sauðárkróki að eitt hundrað ár eru liðin frá því að Haraldur Júlíusson hóf verslunarrekstur sinn í bænum.

Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu.

Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara

Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí.

Þetta eru ummælin sem Jón Baldvin stefnir Aldísi og RÚV fyrir

Jón Baldvin Hannibalsson gerir enga fjárkröfu í stefnu á hendur dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Hann krefst þess einfaldlega að tíu ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snúa að ásökunum um barnaníð, ólögmæta frelsissviptingu og sifjaspjell.

Banaslys á Ingjaldssandsvegi

Stjórnandi veghefils sem var við störf á Ingjaldssandvegi á Sandheiði í Gerðhamradal á Vestfjörðum lést í gær þegar veghefillinn hafnaði utan vegar.

Kári er í forréttindastarfi

Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, situr sannarlega ekki auðum höndum og segir engan tilgang í því að hætta. Mikil dagskrá verður í Frystiklefanum í sumar.

Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu

Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt.

Rignir áfram í næstu viku

Í dag verður vestlæg átt og lítilsháttar úrkoma en bjart með köflum suðaustanlands og hiti svipaður í dag og var í gær.

Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni

Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna.

Miðflokkurinn kominn á mikið flug

Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu.

Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal

Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022.

Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum

Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina.

Sjá næstu 50 fréttir