Innlent

Fagna hundrað árum í verslun Haraldar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Har hóf störf í verslun föður síns fyrir um 60 árum.
Bjarni Har hóf störf í verslun föður síns fyrir um 60 árum. Gunnhildur Gísladóttir
Þess verður minnst á morgun á Sauðárkróki að eitt hundrað ár eru liðin frá því að Haraldur Júlíusson hóf verslunarrekstur sinn í bænum. Verslunina rak Haraldur Júlíusson ásmat Guðrúnu Bjarnadóttur en síðar tók sonur hans, Bjarni Haraldsson, við rekstrinum og hefur séð um síðan.

Bjarni og Ásdís Kristjánsdóttir bjóða til veislu af þessu tilefni við verrslunina sem stendur við Aðalgötu 22 á Króknum og verður kátt í bæ frá klukkan 13 til 16. Í boði verður skagfiskur tónlistarflutningur undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar og þá verða veitingar í boði og flutt ávörp.

„En umfram allt, góðra vina fundur þar sem við eigum saman notalega stund, undir skagfiskum bláhimni, á kunnuglegum slóðum við verslunina, sem verður opin á meðan á hátíðarhöldunum stendur,“ segir Bjarni.

Allar gjafir eru afþakkaðar en Ásdís og Bjarni hvetja fólk til að styðja við Sauðárkrókskirkju vilji það láta eitthvað af hendi rakna.






Tengdar fréttir

Fær að halda dælunum gangandi um sinn

Kaupmaðurinn Bjarni Har, á Sauðárkróki, fær að halda eldsneytisdælum við verslun sína gangandi um sinn. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra aflétti takmörkunum sem hún hafði sett en dælurnar eru ekki í samræmi við reglugerðir. Olís leitar nú logandi ljósi að lóð fyrir nýjar dælur í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×