Fleiri fréttir

Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins.

Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag

Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda.

Efast stórlega um að foreldrar átti sig á að frí bitni á námi

Formaður Skólastjórafélags Íslands hefur þungar áhyggjur af því að foreldrar geti tekið börn úr skóla til að fara í frí. Formaður Velferðarvaktarinnar kallar eftir vitundarvakningu. Tillögur Velferðarvaktarinnar eru komnar inn á borð stýrihóps stjórnarráðsins að beiðni Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra.

Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp.

Pyndinganefnd í eftirlitsferð á Íslandi

Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum er í reglubundinni eftirlitsferð á Íslandi en nefndin var hér síðast 2012. Nefndin hefur eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk, fangelsi, geðdeildir og vistheimili.

Engar athugasemdir komið frá Ísrael

Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag.

Þjóðkirkjan stefnir á að kolefnisjafna sig

Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum.

Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun

Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma.

Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur

Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí.

Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Stjórn Félags íslenskra leikara hefur farið fram á það við Menntamálaráðuneytið að ráðið verði fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda Þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Rætt verður við Ara Matthíasson Þjóðleikhússtjóra og Birnu Hafstein, formann Félags íslenskra leikara og sviðslistamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík

Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.