Innlent

Alþjóða klósettdagurinn er í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Vakin athygli á því á alþjóðlega klósettdeginum að 2,4 milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að almennilegu klósetti.
Vakin athygli á því á alþjóðlega klósettdeginum að 2,4 milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að almennilegu klósetti. Vísir/Getty
Sá sem hélt að þessi fimmtudagur væri ekki merkilegur hafði hreinlega rangt fyrir sér því í dagurinn í dag, 19. nóvember, er dagurinn klósettsins.

Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir þessum alþjóðlega klósettdegi þar sem er vakin athygli á því að 2,4 milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að almennilegu klósetti. Nærri milljarður jarðarbúa þarf að gera þarfi sínar undir opnum himni og er líf milljóna barna í hættu vegna vegna óþrifnaðar.

Nánar um málið á vef Sameinuðu þjóðanna hér.

Orkuveita Reykjavíkur gerir deginum skil á vefsíðu sinni. Er yfirskrift Orkuveitunnar vegna dagsins í ár: Klósettið er ekki ruslafata.

Hefur OR undanfarin ár vakið athygli á því hve miklu máli það skiptir fyrir umhverfið og fjárhaginn að ganga vel um fráveitukerfið. Segir Orkuveitan það vera undravert hverju fólk hendir í klósettið og nefnir sem dæmi að eldhúsbréf, blautþurrkur, grisjur, trefjaklútar, bómull, eyrnapinnar, dömubindi, tíðatappar og smokkar séu á meðal þess sem eigi ekki að fara í klósettið.

Nánar um málið á vef Orkuveitunnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×