Skurðstofa lokuð og hundruð bíða aðgerðar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeild Landspítalans. vísir/vilhelm Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent