Skurðstofa lokuð og hundruð bíða aðgerðar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeild Landspítalans. vísir/vilhelm Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira