Innlent

Átta ára gömul stúlka varð fyrir árás í Hafnarfirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði í gærkvöldi. Vísir/Daníel
„Henni er náttúrulega mjög brugðið,“ segir Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, móðir átta ára gamallar stúlku sem ráðist var á í gærkvöldi í Hafnarfirði. Þrír strákar veittust að henni en samkvæmt frásögn hennar hrintu þeir henni, kýldu og kölluðu að henni ókvæðisorð.

Atvikið átti sér stað á milli 17.30 og 18 í gærkvöldi á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, nálægt Hellisgerði. Var stúlkan á heimleið frá vini sínum þegar þrír drengir veitust að henni. Náði hún að slíta sig lausa frá þeim og komast heim þar sem hún sagði fjölskyldu sinni frá því sem gerðist.

„Við höfðum náttúrulega bara samband við lögreglu um leið og hún vinnur þetta mál í samvinnu við skólayfirvöld,“ segir Aðalheiður. „Hún gat gefið mjög greinargóða lýsingu á þessum drengjum þannig að vonandi finnast þeir fljótt.“

Telur að strákarnir hafi verið 12-14 ára gamlir

Að sögn dóttur Aðalheiðar var einn strákanna brúnhærður í röndóttum buxum, röndóttum jakka og með röndótta húfu með rauðum dúsk og í hvítum skóm.

Annar var rauðhærður með freknur í hvítum buxum, bláum jakka eða úlpu, svörtum skó, rauðhærður með freknur og sá þriðji var rauðhærður í bláum buxum, svörtum jakka, hvítum skóm og með svarta derhúfu með hvítu Diesel merki.

Aðalheiður óskar eftir því að þeir sem hafi upplýsingar um þetta mál eða kannist við lýsingarnar á strákunum hafi samband við sig eða lögreglu.

Lögreglan í Hafnarfirði fer með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×