Innlent

Fann móðurlausa kettlinga í ruslaskýli á Suðurnesjum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Kettlingarnir eru einungis nokkurra klukkustunda gamlir, að sögn lögreglumannsins.
Kettlingarnir eru einungis nokkurra klukkustunda gamlir, að sögn lögreglumannsins.
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að mjólkandi læðu fyrir þrjá kettlinga sem fundust í ruslaskýli á Suðurnesjum í dag. Þeir eru tæplega dagsgamlir, að sögn lögreglumanns sem fann þá fyrir utan heimili sitt í morgun.

„Einhver hafði ekki pláss fyrir kettlingana sína og ákvað að geyma þá í ruslaskýlinu hjá ritara, mögulegt er að læðan hafi kastað kettlingunum þarna og farið,“ skrifar lögreglumaðurinn á Facebook.

Lögregla hvetur þá sem sjá sér fært að taka að sér kettlingana að hafa samband hið fyrsta. Færsluna má sjá hér fyrir neðan.



Nú leitum við aðstoðar.....Þetta er það sem beið mín er ég kom heim af dagvaktinni. Einhver hafði ekki pláss fyrir...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on 18. nóvember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×