Páll Winkel segir Kvíabryggjugesti ekki valsa inn og út að vild Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2015 10:54 Páll Winkel: Grunnstefið er að heimsóknir til fanga eru góðar. Þær draga úr einangrun fanga og draga úr líkum á að fjölskyldu- og vinatengsl rofni. visir/anton brink Stundin greindi frá því í morgun að óróleiki væri í röðum fanga á Kvíabryggju; sem sumir hverjir vilja meina að valdir fangar séu á sérkjörum hvað varðar heimsóknir; að ýmsir kaupsýslumenn komi og fari sem gráir kettir, að vild og þegar þeim hentar. Er Jón Ásgeir Jóhannesson nefndur sérstaklega í þessu samhengi. Afstaða, félag fanga, vísar í reglur þess efnis að föngum sé yfirleitt ekki leyft að fá heimsóknir manna sem sæta ákæru eða bíða dóms, en Jón Ásgeir er meðal sakborninga í svonefndu Aurum-máli.Verður tekið á öllum frávikum frá reglumPáll Winkel fangelsismálastjóri vísar því á bug að fangar á Kvíabryggju séu á einhverjum sérkjörum, þá í ljósi stéttar þeirra og stöðu áður en til fangelsisvistar kom: „Nei, alls Nei, alls ekki, bara hreint ekki. Og vilji svo ólíklega til að ekki sé farið að reglum í kerfinu sem ég fer fyrir er og verður tekið á því. Skemmst er að minnast forstöðumanns á Kvíabryggju sem var rekinn og á endanum dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir að fara ekki að reglum og lögum,“ segir Páll í samtali við Vísi, um málið.Fullu fólki ekki hleypt í heimsóknirPáll vísar í reglur um heimsóknir fanga og segir þær einfaldar: „Við eigum að tryggja öryggi og ró í fangelsum. Því hleypum því ekki fullu fólki í heimsóknir né fólki sem hefur verið dæmt fyrir fíkniefnabrot eða önnur alvarlega brot sem líklega geta ógnað ró og öryggi í fangelsum,“ segir Páll og heldur áfram: „Grunnstefið er að heimsóknir til fanga eru góðar. Þær draga úr einangrun fanga og draga úr líkum á að fjölskyldu- og vinatengsl rofni. Eins og á öðrum sviðum hjá Fangelsismálastofnun skiptir stétt og staða fanga eða heimsóknargesta engu máli. Ef líkur eru á misnotkun heimsóknar er hún bönnuð og annars ekki. Við erum með verklagsreglur sem eru öllum aðgengilegar þannig að betra sé að átta sig á hvað má og hvað ekki.“Allt skal vera kýrskýrtVerklagsreglurnar sem Páll nefnir eru meðfylgjandi í viðhengi. Páll segir að auðvitað megi rýna í verklagsreglur til gagns til framtíðar en allt eigi þetta að vera kýrskýrt. „Ég er með vandað fólk í vinnu og vil ekki að einhverjir einstakir starfsmenn skemmi fyrir sterkri heild. Meðal annars þess vegna hefur verið tekið á málum af festu eins og í tilviki fyrrum forstöðumanns Kvíabryggju.“Og, þú vísar því á bug að menn komi þarna og fari eins og þeim sýnist til funda með völdum föngum? „Ég hef ekki vitneskju um það en sé það reyndin einhvers staðar í fangelsiskerfinu verður tekið á því. Ég heyri auðvitað kjaftasögur um alla mögulega hluti en oftast er það tóm þvæla. Sem betur fer.“Kannast við pirringinn Páll segist svo sem alveg kannast við pirringin meðal fanga þá er þeir telja brotið gegn jafnræði. En, reglurnar sem hann vinnur eftir eiga við alla, ekki suma. „Svo er það nú annað. Hvers vegna ætti ég að vilja koma öðruvísi fram við fanga sem framið hafa efnahagsbrot en aðra? Fyrir mér eru allir tölur á blaði sem ein og sama reglan gildir um. Punktur.“ Páll segist reyndar hafa átt gott samstarf við Afstöðu. „Þó að við séum ekki alltaf sammála þá getum við rætt málin. Þetta mál var rætt á síðasta fundi og við sammála um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum,“ segir fangelsismálastjóri. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Stundin greindi frá því í morgun að óróleiki væri í röðum fanga á Kvíabryggju; sem sumir hverjir vilja meina að valdir fangar séu á sérkjörum hvað varðar heimsóknir; að ýmsir kaupsýslumenn komi og fari sem gráir kettir, að vild og þegar þeim hentar. Er Jón Ásgeir Jóhannesson nefndur sérstaklega í þessu samhengi. Afstaða, félag fanga, vísar í reglur þess efnis að föngum sé yfirleitt ekki leyft að fá heimsóknir manna sem sæta ákæru eða bíða dóms, en Jón Ásgeir er meðal sakborninga í svonefndu Aurum-máli.Verður tekið á öllum frávikum frá reglumPáll Winkel fangelsismálastjóri vísar því á bug að fangar á Kvíabryggju séu á einhverjum sérkjörum, þá í ljósi stéttar þeirra og stöðu áður en til fangelsisvistar kom: „Nei, alls Nei, alls ekki, bara hreint ekki. Og vilji svo ólíklega til að ekki sé farið að reglum í kerfinu sem ég fer fyrir er og verður tekið á því. Skemmst er að minnast forstöðumanns á Kvíabryggju sem var rekinn og á endanum dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir að fara ekki að reglum og lögum,“ segir Páll í samtali við Vísi, um málið.Fullu fólki ekki hleypt í heimsóknirPáll vísar í reglur um heimsóknir fanga og segir þær einfaldar: „Við eigum að tryggja öryggi og ró í fangelsum. Því hleypum því ekki fullu fólki í heimsóknir né fólki sem hefur verið dæmt fyrir fíkniefnabrot eða önnur alvarlega brot sem líklega geta ógnað ró og öryggi í fangelsum,“ segir Páll og heldur áfram: „Grunnstefið er að heimsóknir til fanga eru góðar. Þær draga úr einangrun fanga og draga úr líkum á að fjölskyldu- og vinatengsl rofni. Eins og á öðrum sviðum hjá Fangelsismálastofnun skiptir stétt og staða fanga eða heimsóknargesta engu máli. Ef líkur eru á misnotkun heimsóknar er hún bönnuð og annars ekki. Við erum með verklagsreglur sem eru öllum aðgengilegar þannig að betra sé að átta sig á hvað má og hvað ekki.“Allt skal vera kýrskýrtVerklagsreglurnar sem Páll nefnir eru meðfylgjandi í viðhengi. Páll segir að auðvitað megi rýna í verklagsreglur til gagns til framtíðar en allt eigi þetta að vera kýrskýrt. „Ég er með vandað fólk í vinnu og vil ekki að einhverjir einstakir starfsmenn skemmi fyrir sterkri heild. Meðal annars þess vegna hefur verið tekið á málum af festu eins og í tilviki fyrrum forstöðumanns Kvíabryggju.“Og, þú vísar því á bug að menn komi þarna og fari eins og þeim sýnist til funda með völdum föngum? „Ég hef ekki vitneskju um það en sé það reyndin einhvers staðar í fangelsiskerfinu verður tekið á því. Ég heyri auðvitað kjaftasögur um alla mögulega hluti en oftast er það tóm þvæla. Sem betur fer.“Kannast við pirringinn Páll segist svo sem alveg kannast við pirringin meðal fanga þá er þeir telja brotið gegn jafnræði. En, reglurnar sem hann vinnur eftir eiga við alla, ekki suma. „Svo er það nú annað. Hvers vegna ætti ég að vilja koma öðruvísi fram við fanga sem framið hafa efnahagsbrot en aðra? Fyrir mér eru allir tölur á blaði sem ein og sama reglan gildir um. Punktur.“ Páll segist reyndar hafa átt gott samstarf við Afstöðu. „Þó að við séum ekki alltaf sammála þá getum við rætt málin. Þetta mál var rætt á síðasta fundi og við sammála um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum,“ segir fangelsismálastjóri.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði