Innlent

Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Styrkur svifryks er yfir heilsuverndarmörkum við miklar umferðargötur í Reykjavík og nágrenni. Hægur vindur er og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu. Á morgun er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum.

Klukkan 17 var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 162.20 míkrógrömm á rúmmetra og 136.98 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Bólstaðarhlíð. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 66,78 míkrógrömm á rúmmetra.

Þetta þýðir að loftgæði eru slæm og ættu einstaklingar með ofnæmi og/eða alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun, þ.e í nálægð við miklar umferðargötur.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á reykjavik.is/loftgaedi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×