Innlent

Vilja fleiri ódýrar íbúðir í Garðabæ

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sagt er að vanti ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk í Garðabæ.
Sagt er að vanti ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk í Garðabæ. vísir/sigurjón
„Við þurfum skýra aðgerðaráætlun um það hvernig og hvenær við ætlum að bjóða upp á raunhæfa húsnæðiskosti fyrir ungt fólk og barnafólk,“ segir í tillögu Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Garðabæjar um fjölgun lítilla og ódýrra íbúða í bænum.

„Tillaga sem lögð var fram á þar síðasta bæjarstjórnarfundi um hugmyndasamkeppni um rammaskipulag á Lyngássvæðinu er góð og gild en hún er einnig tímafrek. Margt má gera í millitíðinni. Björt framtíð hvetur bæjaryfirvöld til að taka meðal annars vel í nýlegar umsóknir verktaka sem hafa óskað eftir lóðum til að byggja ódýrar íbúðir. Hefja á samtalið strax við þessa  aðila og einnig að bjóða enn fleiri vertökum og byggingarfélögum að borðinu,“ segir Björt framtíð. Tillögunni var vísað til skipulagsnefndar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×