Innlent

Ræðst í sérstakt átak sem snýr umferðaröryggi barna

Atli Ísleifsson skrifar
Gátlistinn á að veita skólunum leiðbeiningar í því verkefni að útbúa eigin umferðaröryggisáætlun.
Gátlistinn á að veita skólunum leiðbeiningar í því verkefni að útbúa eigin umferðaröryggisáætlun. Vísir/GvA
Samgöngustofa mun á næstu dögum senda öllum leik- og grunnskólum landsins umferðaröryggisáætlun 2015, þar sem sérstök áhersla er lögð á aukið öryggi barna í umferðinni.

Áætluninni fylgir sérstakur gátlisti til að auðvelda skólunum að auka samstarf við foreldra og nemendur og vitund þeirra um betri slysavarnir.

Í tilkynningu frá Samgöngustöfu segir að gátlistinn veiti skólunum leiðbeiningar í því verkefni að útbúa eigin umferðaröryggisáætlun.

„Með honum er hægt að gera úttekt á mörgum þeirra þátta sem varða umferðaröryggi barnanna. Sem dæmi má nefna umferð í nærumhverfi skólans sem og umferðarfræðslu til barna og foreldra. Meginmarkmiðið er að umhverfi skólans sé sem öruggast fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einnig er markmiðið að tryggja sem best öryggi nemenda í ferðum á vegum skólans,“ segir í tilkynningunni.

Á undanförnum tíu árum hafa átta börn látist í umferðinni. Á sama tíma hafa um 160 börn slasast alvarlega og um þúsund börn slasast lítillega.

Gátlistann sem sendur verður út má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×