Innlent

Tvær líkamsárásir til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina

Birgir Olgeirsson skrifar
Annar mannanna sem voru handteknir er grunaður um árás á dyraverði í miðborg Reykjavíkur.
Annar mannanna sem voru handteknir er grunaður um árás á dyraverði í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Anton
Tvö ofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um miðnætti var ungur maður handtekinn á heimili í Mosfellsbæ grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar vegna rannsóknar málsins.

Skömmu síðar var ungur maður handtekinn við veitingahús í miðborginni grunaður um líkamsárás. Var hann ölvaður og hafði ráðist á dyraverði. Var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Engan mun hafa sakað í báðum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×