Foreldrarnir verða að þora að hjálpa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Foreldrunum fannst verst að vita ekki hvar barnið var og ná ekki í það. NordicPhotos/Getty Foreldrar unglings ræða við blaðamann undir nafnleynd. MST-fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12 til 18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda en rúmlega fjögur hundruð fjölskyldur hafa farið í slíka meðferð með góðum árangri.Kvíði og þunglyndi rótinBarni þeirra hafði liðið illa í töluverðan tíma og glímt við kvíða og þunglyndi í grunnskóla. Haustið sem það byrjaði í framhaldsskóla tengdist það öðrum börnum sem leið illa og foreldrarnir sáu miklar breytingar á hegðun þess. Á fáeinum vikum fóru samskiptin í hnút. Foreldrarnir stóðu barnið að lygum, það varð hortugt og vildi ekki taka þátt í neinu með fjölskyldunni. Það kom nokkrum sinnum drukkið heim og varð uppvíst að kannabisneyslu. Móðirin segir heimilið á þessum tíma hafa verið undirlagt af deilum. Þau hjónin hafi varla sofið í hálft ár. Þau hafi komið heim úr vinnunni og verkefni þeirra hafi verið að vera á vaktinni til að geta gripið inn í og fylgt útivistartíma eftir. Það var svo þremur mánuðum seinna sem lögregla skipti sér af barni þeirra og hafði samband við þau og tilkynnti til Barnaverndar. Foreldrarnir segja afskipti lögreglu og tilkynninguna til Barnaverndar hafa orðið til góðs. Þau fengu símtal frá barnaverndarnefnd og var boðið í viðtal. Þau segja mikilvægt að allir foreldrar viti að barnaverndarnefnd sé líka hjálpartæki fyrir foreldra. Þeim finnst foreldrar þurfi að vita að þeir geti hringt þangað og fengið góð úrræði fyrir börn sín. Hjónin þáðu viðtalið og sóttu um MST-meðferð.LögregluafskiptiBörn þurfa ekki að samþykkja MST-meðferð en er boðið það. Barni þeirra fannst meðferðin niðurlægjandi fyrir sig og vildi ekki vera með þegar meðferðaraðilinn kom heim til fjölskyldunnar. Foreldrarnir skýra út að það hafi verið í góðu lagi. Meðan á meðferðinni stendur viti barnið að foreldrarnir séu til staðar fyrir það. Þau segjast hafa þegið mikla hjálp í að lagfæra samskiptin. Þeim var kennt að halda ró sinni og deila ekki við barnið, heldur ræða yfirvegað við það. Ef barnið kom heim drukkið þá var þeim kennt að ræða aðeins við það daginn eftir um atvikið. Það færðist meiri ró yfir fjölskylduna. Vissan um að meðferðaraðilinn væri væntanlegur dró úr átökum og deilum. Foreldrarnir gátu rætt við barnið í stað þess að deila við það eða innbyrðis. Foreldrarnir fengu líka neyðarnúmer til að hringja í ef það yrði bakslag. En þegar bakslögin komu loks, þá voru þau mun vægari en þau höfðu búist við.Stóð fyrir utan húsið og beiðVersta lífsreynsla foreldranna á þessu tímabili var að vita ekki hvar barnið var og ná ekki í það. Foreldrarnir fylgdust vel með að undirlagi meðferðaraðilans, skoðuðu Facebook-síður, hringdu í foreldra kunningja barnsins og tóku á aðstæðum með ábyrgum hætti. Þau segja mikilvægt að foreldrar þori að taka ábyrgð á barni sínu. Móðirin segist halda að fólk veigri sér við að fara í erfiðar aðstæður af því það haldi að það komi illa út. Í eitt skipti stóð móðirin fyrir utan hús og beið þess að barnið kæmi út. Hún segir samskipti sín og barnsins hafa verið eins konar þrjóskukeppni. Þrjóska sé mikilvægur eiginleiki og það dugi ekki heldur að vera spéhræddur gagnvart náunganum. Faðirinn fékk það hlutverk að hringja í foreldra kunningja barnsins. Hann hringdi í móður stráks sem barnið umgengst mikið. Á heimili stráksins komu krakkarnir oft saman og þegar barnið var þar laug það því að það væri annars staðar. Hann segir það hafa verið mikilvægan áfanga að hafa hringt þetta símtal. Eins og barnið hafi verið týntBarnið sitt fengu þau til baka. Þau lýsa því eins og þau hafi í raun og veru týnt því um tíma en svo endurheimt það. Nú er meira en hálft ár liðið og líðanin góð. Samskiptin ganga vel og barnið hefur eignast nýja vini og geðheilsa þess fer batnandi. Mikilvægasta ráð sem þau geta gefið öðrum foreldrum í svipuðum aðstæðum segja þau að þora að hjálpa barninu. Foreldrar verði að þora að njósna á Facebook, þora að banka upp á, láta barnið taka eiturlyfjapróf og þora að hringja í foreldra kunningja barnsins. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Foreldrar unglings ræða við blaðamann undir nafnleynd. MST-fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12 til 18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda en rúmlega fjögur hundruð fjölskyldur hafa farið í slíka meðferð með góðum árangri.Kvíði og þunglyndi rótinBarni þeirra hafði liðið illa í töluverðan tíma og glímt við kvíða og þunglyndi í grunnskóla. Haustið sem það byrjaði í framhaldsskóla tengdist það öðrum börnum sem leið illa og foreldrarnir sáu miklar breytingar á hegðun þess. Á fáeinum vikum fóru samskiptin í hnút. Foreldrarnir stóðu barnið að lygum, það varð hortugt og vildi ekki taka þátt í neinu með fjölskyldunni. Það kom nokkrum sinnum drukkið heim og varð uppvíst að kannabisneyslu. Móðirin segir heimilið á þessum tíma hafa verið undirlagt af deilum. Þau hjónin hafi varla sofið í hálft ár. Þau hafi komið heim úr vinnunni og verkefni þeirra hafi verið að vera á vaktinni til að geta gripið inn í og fylgt útivistartíma eftir. Það var svo þremur mánuðum seinna sem lögregla skipti sér af barni þeirra og hafði samband við þau og tilkynnti til Barnaverndar. Foreldrarnir segja afskipti lögreglu og tilkynninguna til Barnaverndar hafa orðið til góðs. Þau fengu símtal frá barnaverndarnefnd og var boðið í viðtal. Þau segja mikilvægt að allir foreldrar viti að barnaverndarnefnd sé líka hjálpartæki fyrir foreldra. Þeim finnst foreldrar þurfi að vita að þeir geti hringt þangað og fengið góð úrræði fyrir börn sín. Hjónin þáðu viðtalið og sóttu um MST-meðferð.LögregluafskiptiBörn þurfa ekki að samþykkja MST-meðferð en er boðið það. Barni þeirra fannst meðferðin niðurlægjandi fyrir sig og vildi ekki vera með þegar meðferðaraðilinn kom heim til fjölskyldunnar. Foreldrarnir skýra út að það hafi verið í góðu lagi. Meðan á meðferðinni stendur viti barnið að foreldrarnir séu til staðar fyrir það. Þau segjast hafa þegið mikla hjálp í að lagfæra samskiptin. Þeim var kennt að halda ró sinni og deila ekki við barnið, heldur ræða yfirvegað við það. Ef barnið kom heim drukkið þá var þeim kennt að ræða aðeins við það daginn eftir um atvikið. Það færðist meiri ró yfir fjölskylduna. Vissan um að meðferðaraðilinn væri væntanlegur dró úr átökum og deilum. Foreldrarnir gátu rætt við barnið í stað þess að deila við það eða innbyrðis. Foreldrarnir fengu líka neyðarnúmer til að hringja í ef það yrði bakslag. En þegar bakslögin komu loks, þá voru þau mun vægari en þau höfðu búist við.Stóð fyrir utan húsið og beiðVersta lífsreynsla foreldranna á þessu tímabili var að vita ekki hvar barnið var og ná ekki í það. Foreldrarnir fylgdust vel með að undirlagi meðferðaraðilans, skoðuðu Facebook-síður, hringdu í foreldra kunningja barnsins og tóku á aðstæðum með ábyrgum hætti. Þau segja mikilvægt að foreldrar þori að taka ábyrgð á barni sínu. Móðirin segist halda að fólk veigri sér við að fara í erfiðar aðstæður af því það haldi að það komi illa út. Í eitt skipti stóð móðirin fyrir utan hús og beið þess að barnið kæmi út. Hún segir samskipti sín og barnsins hafa verið eins konar þrjóskukeppni. Þrjóska sé mikilvægur eiginleiki og það dugi ekki heldur að vera spéhræddur gagnvart náunganum. Faðirinn fékk það hlutverk að hringja í foreldra kunningja barnsins. Hann hringdi í móður stráks sem barnið umgengst mikið. Á heimili stráksins komu krakkarnir oft saman og þegar barnið var þar laug það því að það væri annars staðar. Hann segir það hafa verið mikilvægan áfanga að hafa hringt þetta símtal. Eins og barnið hafi verið týntBarnið sitt fengu þau til baka. Þau lýsa því eins og þau hafi í raun og veru týnt því um tíma en svo endurheimt það. Nú er meira en hálft ár liðið og líðanin góð. Samskiptin ganga vel og barnið hefur eignast nýja vini og geðheilsa þess fer batnandi. Mikilvægasta ráð sem þau geta gefið öðrum foreldrum í svipuðum aðstæðum segja þau að þora að hjálpa barninu. Foreldrar verði að þora að njósna á Facebook, þora að banka upp á, láta barnið taka eiturlyfjapróf og þora að hringja í foreldra kunningja barnsins.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira