Frosti segir krónuna betri kost en einhliða upptöku annars gjaldmiðils Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2015 12:54 Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill taka upp annan gjaldmiðil en krónuna samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Niðurstaðan kemur formanni efnahags- og viðskiptanefndar á óvart þar sem miklir ókostir fylgi því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö sem birt er í blaðinu í dag var spurt hvort fólk vildi taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53 prósent vilja það en 47 prósent vilja halda í íslensku krónuna. Hringt var í 1.214 manns dagana tíunda og ellefta þessa mánaðar og svöruðu 65,8 prósent spurningunni. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þessa niðurstöðu koma sér á óvart.Er það gott til langframa að þjóðin styðji ekki gjaldmiðil þjóðarinnar? „Það væri ekki gott ef rétt væri og þá kannski tilefni til að kanna hvaða kostir eru betri,“ segir Frosti. Hins vegar hafi Seðlabankinn unnið vandaða skýrslu um þetta árið 2012 þar sem niðurstaðan hafi verið að einhliða upptaka á annarri mynt væri verri kostur en að hafa krónuna áfram. Það sé því kannski þörf á umræðu um hvað aðrir kostir en krónan feli í sér. Hugsanlega mótist afstaða fólks af því að fólki finnst vextir of háir og sannarlega megi taka undir það. Þá geti gjaldeyrishöftin haft áhrif á skoðun fólks. „En það er alveg rétt. Höftin eru ennþá til travala fyrir almenning. En nú hillir undir endann á því þannig að það væri fróðlegt að sjá hvað kæmi út úr svona könnun eftir að höfum hefur verið aflétt og búið að finna leiðir til að aðlaga vaxtastigið niður á við,“ segir Frosti. Sagan sýni að það sé heldur engin allsherjarlausn að ganga inn í myntbandalag til að mynda með aðild að Evrópusambandinu. „Þannig að það er engin einföld lausn á málinu. Engin ein patentlausn og síst af öllu að taka upp aðra mynt. En það eru margir hlutir sem eru á okkar færi að gera núna til að gera krónuna að betri gjaldmiðli fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Ég held að þessi skoðanakönnun sé vísbending um að það þurfi að eiga sér stað umræða um allan kostina,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill taka upp annan gjaldmiðil en krónuna samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Niðurstaðan kemur formanni efnahags- og viðskiptanefndar á óvart þar sem miklir ókostir fylgi því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö sem birt er í blaðinu í dag var spurt hvort fólk vildi taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53 prósent vilja það en 47 prósent vilja halda í íslensku krónuna. Hringt var í 1.214 manns dagana tíunda og ellefta þessa mánaðar og svöruðu 65,8 prósent spurningunni. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þessa niðurstöðu koma sér á óvart.Er það gott til langframa að þjóðin styðji ekki gjaldmiðil þjóðarinnar? „Það væri ekki gott ef rétt væri og þá kannski tilefni til að kanna hvaða kostir eru betri,“ segir Frosti. Hins vegar hafi Seðlabankinn unnið vandaða skýrslu um þetta árið 2012 þar sem niðurstaðan hafi verið að einhliða upptaka á annarri mynt væri verri kostur en að hafa krónuna áfram. Það sé því kannski þörf á umræðu um hvað aðrir kostir en krónan feli í sér. Hugsanlega mótist afstaða fólks af því að fólki finnst vextir of háir og sannarlega megi taka undir það. Þá geti gjaldeyrishöftin haft áhrif á skoðun fólks. „En það er alveg rétt. Höftin eru ennþá til travala fyrir almenning. En nú hillir undir endann á því þannig að það væri fróðlegt að sjá hvað kæmi út úr svona könnun eftir að höfum hefur verið aflétt og búið að finna leiðir til að aðlaga vaxtastigið niður á við,“ segir Frosti. Sagan sýni að það sé heldur engin allsherjarlausn að ganga inn í myntbandalag til að mynda með aðild að Evrópusambandinu. „Þannig að það er engin einföld lausn á málinu. Engin ein patentlausn og síst af öllu að taka upp aðra mynt. En það eru margir hlutir sem eru á okkar færi að gera núna til að gera krónuna að betri gjaldmiðli fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Ég held að þessi skoðanakönnun sé vísbending um að það þurfi að eiga sér stað umræða um allan kostina,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira