Fleiri fréttir

Enn ein verkfallslotan hafin

Ekkki náðist árangur á samningafundi ríkisins og Læknafélags Íslands hjá ríkissáttasemjara í gær og hófst því boðað verkfall á miðnætti, sem á að standa í tvo sólarhringa. Það nær til lækna á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins , heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og þriggja sviða Landsspítalans.

Hefndarklám er grafalvarlegt ofbeldi

„Þetta er alvarleg birtingarmynd ofbeldis og fólk er berskjaldað fyrir þessu. Ef eitthvað er komið á netið þá er það orðið eilíft og þú verður að gjöra svo vel að lifa með því,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, um svokallað hefndarklám.

Ræddi leiftrin í Eiðamastrinu við útvarpsstjóra

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hitti loks útvarpsstjóra til að ræða áralangt ónæði af bilanagjörnum öryggisljósum á langbylgjumastrinu á Eiðum. Íbúar eru uppgefnir á blikkljósum sem iðulega tapa takti og senda krampakennd leiftur yfir Héraðið.

Ekki lagt fram fyrir áramót

Umdeild lög Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um upptöku náttúrupassa verða ekki lögð fyrir þingið á þessu ári. Það er mat Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins.

Leiðréttingin bara að hluta til örorkuþega

Örorkulífeyrisþegum finnst þeir hafa gleymst. Geta ekki nýtt sér úrræði um að nota hluta tekna sinna inn á lán skattfrjálst líkt og þeir sem eru á vinnumarkaði.

Flugu á Bárðarbungu til að gera við mæli

Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudag. Meðal erinda þeirra var að afla nákvæmra gagna um rúmmál hraunbreiðunnar. Þeir reikningar verða tilbúnir nú eftir helgi, en vikugömul mæling sýndi að rúmmál hraunsins er metið um einn rúmkílómetri.

Myndaveisla frá Austurvelli

Ljósin á jólatrénu á Austurvelli voru tendruð klukkan fjögur í dag við hátíðlega athöfn.

Dagur taldi niður með norsk-íslenskri stúlku

Arftaki Oslóartrésins, sem borgarstjórinn felldi sjálfur við Rauðavatn í byrjun síðustu viku, var tendrað við hátíðalega athöfn á Austurvelli í dag. Staðgengillinn þykir þéttari en norskur forveri hans.

Vinnustöðvun hefst á ný á miðnætti

Fundi lækna og viðsemjenda lauk á þriðja tímanum í dag hjá Ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan tíu í morgun og var annar boðaður strax klukkan þrjú á morgun. Tveggja daga verkfallslota hefst á miðnætti.

Ólöf ætlar að leggjast yfir lögregluumdæmin

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráafarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni.

Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands

Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun.

Varað við stormi

Suðaustan stormur eða rok, 20-28 metrar á sekúndu, gengur yfir landið annað kvöld og nótt.

"Óskiljanleg ákvörðun"

Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra og kom sú ákvörðun mörgum illa að óvörum.

Eldur í strætó á Grensásvegi

Eldur kom upp í strætisvagni fyrir framan verslunina Pfaff, á horni Grensásvegs og Miklubrautar, fyrr í dag. Eldsupptök ókunn.

Sjómenn fá ekki sex tíma hvíld

„Vinnuálagið er orðið óeðlilega mikið,“ segir nýr formaður Sjómannasambands Íslands, Valmundur Valmundsson. Óviðunandi aðstæður sjómanna voru ræddar á þingi Sjómannasambands Íslands sem sett var á fimmtudag, þar á meðal ónóg hvíld sjómanna.

Ala 350 tonn af bleikju og borra

Umhverfisstofnun hefur veitt Matorku ehf. starfsleyfi vegna fiskeldisstöðvar að Fellsmúla í Landsveit. Matorka má framleiða allt að 350 tonn samanlagt af bleikju- og borraseiðum en leyfi gildir ekki til slátrunar.

Námsráðgjafi hjálpar föngum í frítíma sínum

Helga Lind Hjartardóttir námsráðgjafi kemur við á Kvíabryggju á leið heim úr vinnu þótt starfslýsing hennar feli það ekki í sér. Hún segir fanga búa við meiri óvissu en áður vegna aldurstakmarkana í náminu.

Myndir vikunnar

Óveður, stjörnur og stjórnmál. Það var töluvert um að vera á Íslandi í vikunni og í fjölmiðlum.

Tekist á um fjárlög í tómum þingsal

Þótt þingmenn tali um fjárlög fyrir tómum þingsal er tekist á um málin á bakvið tjöldin. Umræður munu standa fram á kvöld og jafnvel ekki ljúka fyrr en eftir helgi.

Sjá næstu 50 fréttir