Innlent

Hálka og þæfingur víða um land

Bjarki Ármannsson skrifar
Vegagerðin varar vegferendur við slæmri færð.
Vegagerðin varar vegferendur við slæmri færð. Vísir/Pjetur
Vegagerðin varar við hálku á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er víða á Suðurlandi, raunar þæfingur á fáeinum útvegum. Þá er nokkur hálka á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.

Hálka og snjóþekja er á Vesturlandi og Vestfjörðum og sumstaðar éljar. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og þungfært er úr Bjarnarfirði norður í Reykjarfjörð.

Á Norðurlandi er víðast ýmist hálka eða snjóþekja en þæfingur er á Hólasandi og Dettifossvegi. Víða er nokkur ofankoma. Hálkubletir, hálka eða snjóþekja er á flestum vegum bæði á Austur- og Suðausturlandi. Þæfingsfærð er á Öxi en Breiðdalsheiði er ófær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×