Innlent

Ala 350 tonn af bleikju og borra

Svavar Hávarðsson skrifar
Ísland stendur fremst í bleikjueldi í heiminum.
Ísland stendur fremst í bleikjueldi í heiminum. Mynd/Guðbergur
Umhverfisstofnun hefur veitt Matorku ehf. starfsleyfi vegna fiskeldisstöðvar að Fellsmúla í Landsveit. Matorka má framleiða allt að 350 tonn samanlagt af bleikju- og borraseiðum en leyfi gildir ekki til slátrunar.

Fiskeldið í Fellsmúla mun samkvæmt umsókn ekki valda fækkun tegunda í lífríki Minnivallalækjar. Ekki er talin hætta á að fiskur sleppi úr eldinu því setþró sé þannig að eingöngu yfirfall fari út í lækinn og renni í um ristar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×