Íslenskir skólamenn ryðja nýja braut í Bandaríkjunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Davíð Ingi Magnússon og Sigvaldi Fannar Jónsson, framkvæmdastjórar Nóbel-námsbúða, flytja til Bandaríkjanna í júní. Fréttablaðið/Daníel „Við höfum hafið undirbúning að því að stofna Nobel Academy í Los Angeles í Kaliforníu,“ segir Davíð Ingi Magnússon, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða. Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúða, flutti í ágúst síðastliðnum til Los Angeles og munu Davíð Ingi og Sigvaldi Fannar Jónsson, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða, einnig flytjast búferlum í júní næstkomandi. „Við áætlum að fyrstu námskeiðin munu líta dagsins ljós í Los Angeles haustið 2015. Okkar markmið er að aðstoða milljón nemendur fyrir lokapróf á innan við fimm árum um allan heim,“ segir Davíð Ingi. Ástæðan fyrir því að velja Kaliforníu segja þeir vera þá að þar sé að finna um fimmtíu skóla sem séu jafnfjölmennir eða fjölmennari en fjölmennasti háskólinn hér á landi, Háskóli Íslands. „Það má segja að við séum brautryðjendur á þessu sviði í Bandaríkjunum. Þar er að finna svokallaða study groups en enga formlega umgjörð,“ segir Davíð Ingi. Nóbel-menn hafa talað við aðila sem hafa búið úti og stofnað fyrirtæki til að afla sér þekkingar fyrir brottför. Í dag segja þeir Nóbel námsbúðir vera með 120 námskeið í tólf framhaldsskólum og þremur háskólum. „Nemendafjöldi okkar er kominn í fjögur þúsund nemendur á ári og erum við því, samkvæmt Hagstofunni, þriðja stærsta menntastofnun á Íslandi, á eftir Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík,“ segir Davíð Ingi. Í Bandaríkjunum ætla þeir félagar að einblína á háskóla og framhaldsskóla. „Námskeiðin munu fara fram þar sem hagstæðast er að leigja stofur. Á Íslandi höfum við til dæmis verið í Ísaksskóla, Kvennó, MK og í háskólunum. Við viljum halda verðinu niðri og markmið okkar er að allir hafi kost á því að læra,“ útskýrir Davíð Ingi. Mikið er lagt upp úr því að gera kennsluna þægilega. „MR-ingur kennir til dæmis aldrei nemanda úr Verzló. MR-ingur úr tilteknu námskeiði kennir MR-ingi sem er í sama námskeiði. Þetta er hugmyndafræði sem við víkjum ekki frá. Við finnum námskeið sem eru fjölmenn og erfið og í samstarfi við nemendafélög. Síðan finnum við nemanda sem hefur nýlokið námskeiðinu og staðið sig framúrskarandi vel og hefur þá mannlegu þætti sem til þarf. Sá fer í Nóbelskólann þar sem hann lærir aðferðir við að kenna flókið efni á einfaldan hátt,“ útskýrir Davíð Ingi. Þá stefna Nóbel námsbúðirnar einnig til Skandinavíu á næstunni. „Helgi Þorsteinsson og Sólrún Sigvaldadóttir munu taka við stjórnartaumunum hér á landi þegar við flytjum út í júní,“ bætir Davíð Ingi við.Mikil aukning milli ára2.100 manns hafa sótt námskeið hjá Nóbel á þessari haustönn en talið er að um 2.300 manns muni hafa notfært sér námsbúðirnar þegar önnin er á enda.Á haustönn í fyrra sóttu 1.400 manns námskeið hjá Nóbel.Nóbel býður upp á námskeið úr fögum í tólf framhaldsskólum hér á landi og úr HÍ, HA og HR.Nóbel hefur sett sér markmið um að kenna milljón nemendum á fimm árum. Reiknað er með að um 6.000 nemendur muni hafa sótt námskeið hjá Nóbel þegar þessi önn er á enda, en fyrirtækið var stofnað árið 2010.Nóbel er þriðja stærsta menntastofnun landsins, samkvæmt Hagstofu Íslands. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að því að stofna Nobel Academy í Los Angeles í Kaliforníu,“ segir Davíð Ingi Magnússon, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða. Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúða, flutti í ágúst síðastliðnum til Los Angeles og munu Davíð Ingi og Sigvaldi Fannar Jónsson, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða, einnig flytjast búferlum í júní næstkomandi. „Við áætlum að fyrstu námskeiðin munu líta dagsins ljós í Los Angeles haustið 2015. Okkar markmið er að aðstoða milljón nemendur fyrir lokapróf á innan við fimm árum um allan heim,“ segir Davíð Ingi. Ástæðan fyrir því að velja Kaliforníu segja þeir vera þá að þar sé að finna um fimmtíu skóla sem séu jafnfjölmennir eða fjölmennari en fjölmennasti háskólinn hér á landi, Háskóli Íslands. „Það má segja að við séum brautryðjendur á þessu sviði í Bandaríkjunum. Þar er að finna svokallaða study groups en enga formlega umgjörð,“ segir Davíð Ingi. Nóbel-menn hafa talað við aðila sem hafa búið úti og stofnað fyrirtæki til að afla sér þekkingar fyrir brottför. Í dag segja þeir Nóbel námsbúðir vera með 120 námskeið í tólf framhaldsskólum og þremur háskólum. „Nemendafjöldi okkar er kominn í fjögur þúsund nemendur á ári og erum við því, samkvæmt Hagstofunni, þriðja stærsta menntastofnun á Íslandi, á eftir Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík,“ segir Davíð Ingi. Í Bandaríkjunum ætla þeir félagar að einblína á háskóla og framhaldsskóla. „Námskeiðin munu fara fram þar sem hagstæðast er að leigja stofur. Á Íslandi höfum við til dæmis verið í Ísaksskóla, Kvennó, MK og í háskólunum. Við viljum halda verðinu niðri og markmið okkar er að allir hafi kost á því að læra,“ útskýrir Davíð Ingi. Mikið er lagt upp úr því að gera kennsluna þægilega. „MR-ingur kennir til dæmis aldrei nemanda úr Verzló. MR-ingur úr tilteknu námskeiði kennir MR-ingi sem er í sama námskeiði. Þetta er hugmyndafræði sem við víkjum ekki frá. Við finnum námskeið sem eru fjölmenn og erfið og í samstarfi við nemendafélög. Síðan finnum við nemanda sem hefur nýlokið námskeiðinu og staðið sig framúrskarandi vel og hefur þá mannlegu þætti sem til þarf. Sá fer í Nóbelskólann þar sem hann lærir aðferðir við að kenna flókið efni á einfaldan hátt,“ útskýrir Davíð Ingi. Þá stefna Nóbel námsbúðirnar einnig til Skandinavíu á næstunni. „Helgi Þorsteinsson og Sólrún Sigvaldadóttir munu taka við stjórnartaumunum hér á landi þegar við flytjum út í júní,“ bætir Davíð Ingi við.Mikil aukning milli ára2.100 manns hafa sótt námskeið hjá Nóbel á þessari haustönn en talið er að um 2.300 manns muni hafa notfært sér námsbúðirnar þegar önnin er á enda.Á haustönn í fyrra sóttu 1.400 manns námskeið hjá Nóbel.Nóbel býður upp á námskeið úr fögum í tólf framhaldsskólum hér á landi og úr HÍ, HA og HR.Nóbel hefur sett sér markmið um að kenna milljón nemendum á fimm árum. Reiknað er með að um 6.000 nemendur muni hafa sótt námskeið hjá Nóbel þegar þessi önn er á enda, en fyrirtækið var stofnað árið 2010.Nóbel er þriðja stærsta menntastofnun landsins, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira