Innlent

Lögregla rannsakar íkveikju í Breiðholtinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Tilkynnt var um eld í bifreið í Breiðholti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Tilkynnt var um eld í bifreið í Breiðholti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm
Tilkynnt var um eld í bifreið í Breiðholti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Lögregla rannsakar íkveikjuna en ekki er vitað hverjir voru þarna að verki.

Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðin er sögð mikið skemmd, sem og tvær aðrar bifreiðar sem stóðu henni við hlið.

Þá handtók lögregla þrjá aðila í bílastæðahúsi í vesturbænum klukkan fjögur í nótt, en þeir hafa verið vistaðir í fangageymslu. Mennirnir eru grunaðir um þjófnað og verða yfirheyrðir síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×