Fleiri fréttir

Hættusvæðið norðan Vatnajökuls stækkað

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni.

Álftnesingar ósáttir með umferðarteppu

Framkvæmdir við Álftanesveg hafa raskað umferð um veginn umtalsvert undanfarið. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að deilur við landeigendur hjálpi ekki til við framkvæmdir.

Sprauta í hanskahólfinu en það versta var lyktin

Lena Margrét Aradóttir, byggingafræðingur sem komin er rúmar 39 vikur á leið, varð fyrir því óláni á dögunum að fjölskyldubílnum var stolið. Bíllinn fannst fyrr í vikunni en það voru þó ekki ekki gleðitíðindin ein og sér.

Segir Sigmund hræddan við staðreyndir

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, skutu föstum skotum hvor á annan á Alþingi í gær. Helgi hefur nú svarað Sigmundi með ítarlegri röksemdarfærslu.

Peningar Pistorius búnir

Búist er við að dómarinn í málinu geri grein fyrir ákvörðun refsingar á þriðjudaginn í næstu viku.

Sjö mánaða fangelsi fyrir Rítalínssölu

Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember í fyrra sakfelldur fyrir lyfjalagabrot með því að hafa selt einstaklingi tíu stykki af Rítalíni og átt 109 stykki af Rítalíni í sölu- og dreifingarskyni, án tilskilinna leyfa.

Vilja stytta vinnuvikuna í 35 tíma

Tveir þingmenn Pírata og þingmaður Samfylkingar hafa lagt fram frumvarp þessa efnis að vinnuvikan verði stytt úr 40 klukkustundum í 35.

Hótaði lögreglumönnum

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en honum er gefið að sök að hafa í ágúst 2013 ráðist á lögreglumenn með spörkum og höggum er hann var handtekinn í Austurstræti og seinna eftir flutning á lögreglustöðina við Hverfisgötu, sparkað í andlit lögreglumanna með þeim afleiðingum að þeir hlutu tognun á kjálka, áverka á handlegg og roða yfir kinnbeini.

Höftin skapa enn hættu

Efnahagsmál Jafnvægi í þjóðarbúskapnum er með besta móti um þessar mundir ef frá er talinn fjármagnsjöfnuður sem haminn er af fjármagnshöftum. Þetta er niðurstaða fundar fjármálastöðugleikaráðs sem fundaði í gær.

Vilja semja við Sprett og Fák

Landsmót hestamanna 2016 verður ekki haldið á Vindheimamelum í Skagafirði samkvæmt tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga. Þar segir að stjórn félaganna hafi komist að þeirri niðurstöðu á fundi sínum 7. október að forsendur fyrir því að Landsmótið yrði haldið þar væru ekki fyrir hendi og væri búið að tilkynna forsvarsmönnum Skagfirðinga það.

Suðurlandsskjálftar ekki skemmtilegir

Nafn hátíðar sem haldin verður á Suðurlandi í mars eða apríl á næsta ári vekur ekki mikla hrifningu meðal bæjarfulltrúa í Hveragerði. Hátíðin er nefnd „Hinn árlegi Suðurlandsskjálfti“ og snýst um mat, sögu og menningu.

Ræktun geita verður efld

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi. Reiknað er með að kostnaður verði samtals sjö milljónir króna á næstu þremur árum.

Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla

Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segir að allir eigi að eiga rétt á ókeypis þriggja til fjögurra ára framhaldsskólanámi, sama hvað fólk er gamalt. Það eigi að vera val hvers og eins hvenær sá réttur er nýttur.

Kálfafóðurssmjörið kostaði 50 milljónir

Írska smjörið kostaði Mjólkursamsöluna tæpar 140 milljónir í innkaupum síðastliðinn vetur. Það smjör sem fer í kálfafóður kostaði því MS rúmar 50 milljónir króna. Hagnaður MS í fyrra nam 200 milljónum.

Smitsjúkdómadeild lokað vegna mósa

Mósa-smit greindist á deild A-7 á Landspítalanum. Loka þarf deildinni og flytja til sjúklinga á meðan hún er hreinsuð. Setur alla starfsemi spítalans í uppnám.

Veittu styrk af yfir 100 þúsund ferðum

Styrkurinn sem Krabbameinsfélag Íslands fékk í fyrra frá Hreyfli vegna átaks leigubílastöðvarinnar í október og nóvember nam tæpum 1,4 milljónum króna. Upphæðin í hittifyrra var svipuð.

Ekki um hópuppsögn að ræða

Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til.

Missti ökuréttindi ævilangt í fimmta sinn

Tæplega þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Maðurinn játaði skýlaust brot sín fyrir dómi en honum var gefið að sök að hafa keyrt bíl undir áhrifum fíkniefna síðastliðið vor.

Fangar mótmæla líkamsleit á gestum þeirra

"Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar,“ segir Margrét Frímannsdóttir.

Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi

Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Jólin komin í IKEA

Jólageit IKEA er löngu orðin fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta.

66% nemenda í 2. bekk geta lesið sér til gagns

Lesskimun sem gerð var í grunnskólum Reykjavíkur vorið 2014 sýnir að 66% nemenda í 2. bekk luku tilskildum árangri í lesskimunarprófi og teljast því samkvæmt skilgreiningu geta lesið sér til gagns.

Sjá næstu 50 fréttir