Litlar líkur á að fá smitaða einstaklinga inn í landið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2014 20:16 Grunur lék á því í dag að maður í Danmörku væri smitaður af ebólu-veirunni. Mikill viðbúnaður var í Kaupmannahöfn vegna þessa en þau gleðilegu tíðindi bárust svo síðdegis að maðurinn er ekki með veiruna. Kjartan Hreinn Njálsson ræddi við Harald Briem sóttvarnalækni um ebólu og viðbrögð við útbreiðslu sjúkdómsins. Haraldur, það var mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn í dag. Þessi viðbúnaður og ótti gefur kannski ákveðna mynd af ástandinu á heimsvísu eða hvað? „Já, ég hygg að það sé ótvírætt að það geri það en ég tel að þetta sé eitthvað sem allar þjóðir þurfa að búast við núna.“ Við höfum séð það núna að Icelandair og Flugfélag Íslands hafa aukið viðbúnað um borð í sínum vélum, Landspítali er í óðaönn að skipuleggja sig. Hvernig metur þú framhaldið út frá Íslandi séð? „Það sem að þú nefnir, þetta er partur af áætlun hjá okkur um að vera viðbúin og við erum náttúrulega að gera ráð fyrir því að það séu mjög litlar líkur á því að við fáum svona smitaða einstaklinga en við verðum að gera ráð fyrir því að það gerist.“ Þannig að við þurfum að skipuleggja okkur fyrir það versta en vona það besta? „Já, það má segja það.“ Svona í þínu starfi og í gegnum árin, manst þú eftir öðru slíku tilfelli eða ástandi. Þetta er út um allt í fréttum, það eru fjölmargir dánir, hvernig er fyrir mann sem hefur áralanga reynslu af þessu að horfa á þetta? „Þetta er mjög sérstakt. Þetta kemur tiltölulega snöggt, fólk deyr á skömmum tíma og það er mjög há dánartíðni. Hins vegar höfum við auðvitað gengið í gegnum svona, eins og alnæmisfaraldurinn á sínum tíma. Hann var auðvitað með nánast 100% dánartíðni en það tók nú ekki lengri tíma. Það var svona ástand sem að minnir svolítið á þetta. Maður er orðinn svo gamall að maður man þetta en við áttum líka við bráðalungnabólguna sem var hérna 2003, það var svona ástand þá. Svo var auðvitað heimsfaraldur inflúensu sem að var ekkert erfitt að eiga við heldur.“ Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Grunur lék á því í dag að maður í Danmörku væri smitaður af ebólu-veirunni. Mikill viðbúnaður var í Kaupmannahöfn vegna þessa en þau gleðilegu tíðindi bárust svo síðdegis að maðurinn er ekki með veiruna. Kjartan Hreinn Njálsson ræddi við Harald Briem sóttvarnalækni um ebólu og viðbrögð við útbreiðslu sjúkdómsins. Haraldur, það var mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn í dag. Þessi viðbúnaður og ótti gefur kannski ákveðna mynd af ástandinu á heimsvísu eða hvað? „Já, ég hygg að það sé ótvírætt að það geri það en ég tel að þetta sé eitthvað sem allar þjóðir þurfa að búast við núna.“ Við höfum séð það núna að Icelandair og Flugfélag Íslands hafa aukið viðbúnað um borð í sínum vélum, Landspítali er í óðaönn að skipuleggja sig. Hvernig metur þú framhaldið út frá Íslandi séð? „Það sem að þú nefnir, þetta er partur af áætlun hjá okkur um að vera viðbúin og við erum náttúrulega að gera ráð fyrir því að það séu mjög litlar líkur á því að við fáum svona smitaða einstaklinga en við verðum að gera ráð fyrir því að það gerist.“ Þannig að við þurfum að skipuleggja okkur fyrir það versta en vona það besta? „Já, það má segja það.“ Svona í þínu starfi og í gegnum árin, manst þú eftir öðru slíku tilfelli eða ástandi. Þetta er út um allt í fréttum, það eru fjölmargir dánir, hvernig er fyrir mann sem hefur áralanga reynslu af þessu að horfa á þetta? „Þetta er mjög sérstakt. Þetta kemur tiltölulega snöggt, fólk deyr á skömmum tíma og það er mjög há dánartíðni. Hins vegar höfum við auðvitað gengið í gegnum svona, eins og alnæmisfaraldurinn á sínum tíma. Hann var auðvitað með nánast 100% dánartíðni en það tók nú ekki lengri tíma. Það var svona ástand sem að minnir svolítið á þetta. Maður er orðinn svo gamall að maður man þetta en við áttum líka við bráðalungnabólguna sem var hérna 2003, það var svona ástand þá. Svo var auðvitað heimsfaraldur inflúensu sem að var ekkert erfitt að eiga við heldur.“
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira