Fleiri fréttir

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkar

8 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í júlí og hefur fækkað 41% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Dregur úr stuðningi við ríkisstjórnina

Lítil breyting er á fylgi stjórnmálaflokkanna í nýjustu skoðanakönnun MMR. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 36,2% en mældist 38,0% í síðustu mælingu.

Pandi allur að braggast

Þrátt fyrir að lofbyssukúlan sitji enn föst í brjóstholi kattarins er Pandi aftur farinn að taka til matar síns og þrek hans eykst með hverjum deginum sem líður.

Skapar þúsundir verðmætra starfa

Störfum í sjávarútvegi fjölgaði úr 7.200 árið 2008 í 9.100 í árslok 2012. Betri aflabrögð skýra fjölgun starfa, ekki síst vinnsla makríls til manneldis. Fiskvinnslufólki fjölgaði um 1.200 á tímabilinu. Breytingarnar í greininni sjást vel á Austfjörðum. Sjávarútvegur á Austfjörðum skilaði 4,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2012, ríflega þrefalt meira en landbúnaður í landinu. Fyrirtækin greiddu um 9 prósent af tekjuskatti lögaðila það ár. Verðmætasköpun er mikil og framleiðni hefur rúmlega tvöfaldast frá 2005.

Segir Minjastofnun í Indiana Jones-leik

Átta fornleifafræðingar gagnrýna Minjastofnun Íslands harðlega. Stofnunin sinni verkefnum sem eigi að vera á hendi sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga án þess að taka gjald fyrir.

Áberandi hve erlendir ferðamenn eru oft teknir fyrir hraðakstur

Erlendur ferðamaður var stöðvaður eftir að bíll hans mældist á 116 kílómetra hraða í grennd við Akureyri í gærkvöldi og var hann sektaður um 30 þúsund krónur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er áberandi hversu stórt hlutfall erlendir ferðamenn eiga í heildarfjölda þeirra sem stöðvaðir eru fyrir hraðakstur.

Ráðist á konu í Kópavogi

Ráðist var á konu, sem var ein á göngu í Kópavogi um miðnætti. Árásarmaðurinn var horfinn þegar lögregla kom á vettvang en konan leiltaði sér aðhlynningar á slysadeild.

Snjóflóð féll í Herðubreið í gær

Snjóflóð féll úr hlíðum Herðubreiðar í gær, en engin var þar á ferð þegar það gerðist. Þetta var flekahlaup upp á þrjú stig, og féll upp úr hádegi, en flóð af þeirri stærð geta grafið bíla og skemmt eða eyðilagt heilu húsin.

Stór mál eru væntanleg í haust

Alþingi verður sett þann 9. september og er málaskrá ríkisstjórnarinnar í vinnslu. Ljóst er að miklar breytingar verða á húsnæðiskerfinu, velferðarþjónustunni og tekið verður á umgengni á ferðamannastöðum svo eitthvað sé nefnt.

Nýjar stúdentaíbúðir slá lítt á brýna þörf

Áætlað er að um 800 umsækjendur verði á biðlista eftir leiguhúsnæði á Stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) svo þær 300 leigueiningar sem teknar voru í gagnið síðastliðinn vetur duga skammt til að svara þörfinni. Árið 2005 voru helmingi færri á biðlista.

„Þetta er grafalvarlegt mál“

Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar.

Kjötið reyndist vera kjöt í þetta sinn

Matvælastofnun framkvæmir ekki reglubundnar athuganir á öllum vörum sem unnar eru úr kjöti til að sannreyna hvort merkingar séu réttar, heldur framkvæmir einstaka úttektir og skoðar verklag við framleiðsluferlið sjálft. Ekkert hrossakjöt hefur fundist í íslenskum kjötafurðum samkvæmt nýrri mælingu stofnunarinnar. Þá reyndist kjötið í þeim vera alvöru kjöt.

Ný brú á Múlakvísl tekin í notkun

160 metra löng brú yfir Múlakvísl var formlega tekin í notkun í dag þegar innanríkisráðherra klippti á borða með aðstoð vegamálastjóra.

Mælir gegn daglegri inntöku á Aspírin

Prófessor í lyfjafræði mælir gegn því að einstaklingar taki daglega inn vægan skammt af Aspírin sem rannsóknir sýna að dragi úr líkum á krabbameini í maga eða þörmum.

Nýr hjólastígur í Öskjuhlíðinni

Nýr tvíbreiður hjólastígur hefur verið tekinn í notkun í Öskjuhlíð. Stígurinn er við hlið göngustígs sem liggur frá Flugvallarvegi að bílastæðum Háskólans í Reykjavík. Hjólastígurinn er 2,5 metrar á breidd.

Hanna Birna krafin um skýrari svör

Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir