Mælir gegn daglegri inntöku á Aspírin Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. ágúst 2014 16:45 Ráðlegur dagsskammtur af Aspírin er um 75mg. Vísir/AP Prófessor í lyfjafræði mælir gegn því að einstaklingar taki daglega inn vægan skammt af Aspírin sem rannsóknir sýna að dragi úr líkum á krabbameini í maga eða þörmum. Á vef BBC er greint frá því að rannsókn vísindamanna við Queen Mary háskólann hafi leitt það í ljós að draga megi úr líkum á krabbameini í maga, þörmum og vélinda um allt að 30-40% með því að innbyrða daglega eina töflu af Aspírin. Prófessorinn Jack Cuziak prófessor stýrði rannsókninni en hann telur að dagleg notkun lyfsins vera bestu leiðina til að draga úr líkum á krabbameini. Talið er að lyfið hafi jákvæð áhrif á blóðfrumur og dragi úr bólgumyndun sem ella hraðar útbreiðslu sjúkdómsins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að bjarga hefði mátt um 120 þúsund mannslífum í Bretlandi á síðastliðnum tveimur áratugum með daglegri noktun lyfsins. Cuzick hvetur einstaklinga fimmtuga og eldri til að taka inn Aspirin daglega. Taka þarf lyfið inn í fimm ár til þess að ná fram fullri virkni.Eykur líkur á dauðsföllum vegna aukaverkannaHákon Hrafn Sigurðsson er prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar eru réttar en það er spurning hvort það sé rétt að ráðleggja fólki sem er ekki með sjúkdóm að taka inn lyf til þess að koma hugsanlega í veg fyrir krabbamein þegar það er líka vitað að það eru aukaverkanir af lyfinu. Það kemur fram í þessum rannsóknum að þó það fækki dauðsföllum að völdum krabbameina í meltingavegi þá aukast líka dauðsföllin vegna blæðinga og sára,“ segir Hákon Hrafn. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að dagleg notkun lyfsins muni bjarga lífi 16 af hverjum þúsund einstaklingum. Tveir af hverjum þúsund munu hins vegar láta lífið af völdum aukaverkanna. Hákon segir að búið sé að gera talsvert af rannsóknum sem sýna fram á jákvæð áhrif af daglegri notkun Aspírin. Hins vegar liggi ekki fyrir skýrar niðurstöður sem mæli með notkun lyfsins. „Ég held að það vanti enn að það verði gefið eitthvað út yfir línuna hvort það eigi að gera þetta eða ekki. Þó fjallað sé um niðurstöður þessarar rannsóknar í dag þá myndi ég ekki mæla með því við neinn að hefja daglega inntöku á Aspírin,“ segir Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor í lyfafræði við Háskóla Íslands. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Prófessor í lyfjafræði mælir gegn því að einstaklingar taki daglega inn vægan skammt af Aspírin sem rannsóknir sýna að dragi úr líkum á krabbameini í maga eða þörmum. Á vef BBC er greint frá því að rannsókn vísindamanna við Queen Mary háskólann hafi leitt það í ljós að draga megi úr líkum á krabbameini í maga, þörmum og vélinda um allt að 30-40% með því að innbyrða daglega eina töflu af Aspírin. Prófessorinn Jack Cuziak prófessor stýrði rannsókninni en hann telur að dagleg notkun lyfsins vera bestu leiðina til að draga úr líkum á krabbameini. Talið er að lyfið hafi jákvæð áhrif á blóðfrumur og dragi úr bólgumyndun sem ella hraðar útbreiðslu sjúkdómsins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að bjarga hefði mátt um 120 þúsund mannslífum í Bretlandi á síðastliðnum tveimur áratugum með daglegri noktun lyfsins. Cuzick hvetur einstaklinga fimmtuga og eldri til að taka inn Aspirin daglega. Taka þarf lyfið inn í fimm ár til þess að ná fram fullri virkni.Eykur líkur á dauðsföllum vegna aukaverkannaHákon Hrafn Sigurðsson er prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar eru réttar en það er spurning hvort það sé rétt að ráðleggja fólki sem er ekki með sjúkdóm að taka inn lyf til þess að koma hugsanlega í veg fyrir krabbamein þegar það er líka vitað að það eru aukaverkanir af lyfinu. Það kemur fram í þessum rannsóknum að þó það fækki dauðsföllum að völdum krabbameina í meltingavegi þá aukast líka dauðsföllin vegna blæðinga og sára,“ segir Hákon Hrafn. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að dagleg notkun lyfsins muni bjarga lífi 16 af hverjum þúsund einstaklingum. Tveir af hverjum þúsund munu hins vegar láta lífið af völdum aukaverkanna. Hákon segir að búið sé að gera talsvert af rannsóknum sem sýna fram á jákvæð áhrif af daglegri notkun Aspírin. Hins vegar liggi ekki fyrir skýrar niðurstöður sem mæli með notkun lyfsins. „Ég held að það vanti enn að það verði gefið eitthvað út yfir línuna hvort það eigi að gera þetta eða ekki. Þó fjallað sé um niðurstöður þessarar rannsóknar í dag þá myndi ég ekki mæla með því við neinn að hefja daglega inntöku á Aspírin,“ segir Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor í lyfafræði við Háskóla Íslands.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira