Innlent

Ruddist inn í íbúð í miðbænum og læsti sig inni á klósetti

Karlmaður fór inn í ólæsta íbúð í miðborginni á fjórða tímanum í nótt og læsti að sér inni á salerni. Kona, sem er húsráðandi , kallaði á lögregluna sem bankaði upp á og kallaði á manninn.

Þegar hann svaraði ekki spenntu lögreglumenn hurðina upp og var maðurinn þá steinsofandi inni á salerninu. Þegar reynt var að vekja hann, reyndist hann í mjög annarlegu ástandi og er nú vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×