Innlent

Féll af bifhjóli á 220 km hraða en slasaðist ekkert

Randver Kári Randversson skrifar
Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. Vísir/GVA
Ökumaður bifhjóls mældist á 220 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. á Jökuldal fyrr í dag. Hann féll af hjólinu og var sjúkraflutningabíll kallaður á vettvang sem flutti hann á HSA á Egilsstöðum.

Á vef lögreglunnar kemur fram að vélhjólamaðurinn reyndist lítið sem ekkert slasaður og fékk að lokinni skoðun á heilsugæslunni fylgd á lögreglustöðina þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×