Innlent

Fimm leitað á neyðarmóttöku eftir kynferðisbrot um helgina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landspítali Háskólasjúkrahús, Borgarspítali.
Landspítali Háskólasjúkrahús, Borgarspítali.
Fimm konur leituðu á neyðarmóttöku Land­spít­ala fyr­ir þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is um og eft­ir versl­un­ar­manna­helg­ina. Málin komu frá Akureyri, Vestmannaeyjum, Reykjavík, Selfossi og Flúðum samkvæmt upplýsingum frá bráðadeild Landspítalans.

Fyrsta kon­an leitaði á neyðarmótttökuna síðastliðinn föstu­dag og hinar um og eft­ir helg­ina. 

Vísir hefur greint frá því að kynferðisbrotin í Árnessýslu voru kærð til lögreglu um helgina. Í öðru tilvikinu er um að ræða blygðunarsemisbrot, þar sem ungur karlmaður gekk inn á konu sem var á almenningssalerni. Hitt atvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi og hefur lögreglan það til rannsóknar.

Samkvæmt RÚV hefur lögreglan á Akureyri hafið rannsókn á málinu sem þar kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×