Innlent

Nýr hjólastígur í Öskjuhlíðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýi stígurinn er aðeins fyrir hjólandi umferð en við hliðina er þriggja metra breiður göngustígur.
Nýi stígurinn er aðeins fyrir hjólandi umferð en við hliðina er þriggja metra breiður göngustígur. Mynd/Reykjavíkurborg
Nýr tvíbreiður hjólastígur hefur verið tekinn í notkun í Öskjuhlíð. Stígurinn er við hlið göngustígs sem liggur frá Flugvallarvegi að bílastæðum Háskólans í Reykjavík. Hjólastígurinn er 2,5 metrar á breidd. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar.

Einfaldur áningarstaður hefur síðan verið gerður á stígamótum þar sem stígar frá Perlunni og Hótel Natura tengjast göngu- og hjólastígum. Sett var ný lýsing meðfram stígnum sem Orkuveita Reykjavíkur hannaði.

Nýi stígurinn er kærkomin viðbót við fjölbreitt net göngu- og hjólastíga í borginni og liggur að hluta til í gegnum fallegt skóglendið í Öskjuhlíð.

Hjólastígur í Öskjuhlíð liggur að hluta til í gegnum fallegt skóglendi.Mynd/Reykjavíkurborg
Nýr einfaldur áningarstaður í Öskjuhlíð.Mynd/Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×