Innlent

Íbúarnir telja beð auka hættu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tæplega þrjú þúsund manns búa í Grindavík.
Tæplega þrjú þúsund manns búa í Grindavík. Mynd/Starri
Íbúar í Hvassahrauni í Grindavík hafa afhent skipulags- og umhverfisnefnd undirskriftalista þar sem mótmælt er uppsetningu á gróðurbeðum í götunni.

Þeir segja að beðin auki slysahættu gangandi vegfarenda og loki fyrir aðgengi að húsum. Auk þess er bent á að beðin fækki bílastæðum, falli illa að götumynd og verði umhirðulaus.

Nefndin telur ekki að slysahætta komi til með að aukast samhliða uppsetningu beðanna og að bílastæðum fækki óverulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×