Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 13:15 Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira