Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 13:15 Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira