Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 13:15 Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira